Kappar í titilslagnum allir í vandræðum 3. apríl 2010 11:34 Jenson Button er aftarlega á ráslínu eftir að veðrið lék hann og fleiri toppökumenn grátt. Mynd: Getty Images Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button sem ásamt fleirum fór heldur seint inn á brautina í tímatöku þar sem vatnsflaumur eftir rignignar sett mark sitt á árangur keppenda. Button er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. Staðan í stigamótnu er sú að Alonso er með 37 stig, Massa 33 og Button 31. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. Bein útsending frá kappakstrinum í Malasíu hefst kl. 07.30 á sunnudagsmorgun. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button sem ásamt fleirum fór heldur seint inn á brautina í tímatöku þar sem vatnsflaumur eftir rignignar sett mark sitt á árangur keppenda. Button er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. Staðan í stigamótnu er sú að Alonso er með 37 stig, Massa 33 og Button 31. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. Bein útsending frá kappakstrinum í Malasíu hefst kl. 07.30 á sunnudagsmorgun.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira