Red Bull mun ekki hagræða úrslitum í titilslag ökumanna 7. nóvember 2010 22:12 Mark Webber, Sebastian Vettel og Christian Horner fögnuðu titli bílasmiða og sigri í Brasilíu í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Red Bull hefur ekki viljað stýra gangi máli á milli ökumanna liðsins og staðan er sú að ef Vettel vinnur lokamótið í Abu Dhabi um næstu helgi, Webber verður annar, þá verður Alonso heimsmeistari. Ef Vettel gefur hinsvegar eftir sætið. Þá verður Webber meistari, ef sú staða kæmi upp og Alonso nær ekki öðru sæti. Red Bull varð í fyrsta og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra. "Það eru engar erfiðar ákvarðanir framundan. Við erum með tvö ökumenn sem keyra fyrir liðið og jafnræði hefur verið á milli þeirra innan liðsins. Það væri rangt að mismuna þeim núna, þar sem báðir eiga möguleika á titlinum", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Það er engin með spákúlu og ekki hægt að sjá hvað gerist um næstu helgi. Við munum gera okkar besta til að styðja báða. Ef þeir verða í þeirri stöðu að aðstoða hvorn annan, ef hinn á ekki möguleika lengur, þá get ég ímyndað mér að það verði raunin. En ökumennirnir verða að taka slíka ákvörðun. Ég er viss um að þeir muni taka ákvörðun sem er rétt fyrir liðið. Ég efast ekki um það. Báðir ökumenn tóku dýrmæt stig af Alonso í dag og eru 8 (Webber) og 15 (Vettel) stigum á eftir honum í stigakeppninni", sagði Horner. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Red Bull hefur ekki viljað stýra gangi máli á milli ökumanna liðsins og staðan er sú að ef Vettel vinnur lokamótið í Abu Dhabi um næstu helgi, Webber verður annar, þá verður Alonso heimsmeistari. Ef Vettel gefur hinsvegar eftir sætið. Þá verður Webber meistari, ef sú staða kæmi upp og Alonso nær ekki öðru sæti. Red Bull varð í fyrsta og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra. "Það eru engar erfiðar ákvarðanir framundan. Við erum með tvö ökumenn sem keyra fyrir liðið og jafnræði hefur verið á milli þeirra innan liðsins. Það væri rangt að mismuna þeim núna, þar sem báðir eiga möguleika á titlinum", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Það er engin með spákúlu og ekki hægt að sjá hvað gerist um næstu helgi. Við munum gera okkar besta til að styðja báða. Ef þeir verða í þeirri stöðu að aðstoða hvorn annan, ef hinn á ekki möguleika lengur, þá get ég ímyndað mér að það verði raunin. En ökumennirnir verða að taka slíka ákvörðun. Ég er viss um að þeir muni taka ákvörðun sem er rétt fyrir liðið. Ég efast ekki um það. Báðir ökumenn tóku dýrmæt stig af Alonso í dag og eru 8 (Webber) og 15 (Vettel) stigum á eftir honum í stigakeppninni", sagði Horner.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira