Schumacher og Rosberg kynntir hjá Mercedes 25. janúar 2010 11:28 Rosberg og Schumacher á kynningu Mercedes á bílasafninu í Stuttgart í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Nico Rosberg voru kynntir til sögunnar hjá Mercedes í Stuttgart í dag að viðstöddum 600 gestum í bílasafni Mercedes. Schumacher og Rosberg sviptu hulunni af nýja ökutæki Mercedes og litaval bílsins er sögð blanda af gömlum og nýjum tíma. Bíllinn verður notaður í fyrsta skipti á æfingum þann 1. febrúar í Valencia á Spáni. Litur framendans á að minna á Silver Arrows bíla Mercedes frá árinu 1934. "Ég ar algjörlega í fasa við það sem er að gerast og fullur eldmóðs. Mér finnst þetta eins og nýtt upphaf fyrir mig og verðum í góðri stöðu að berjast um meistaratitilinn. Ég mun persónulega blása til sóknar. Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist að að keyra með þriggja arma stjörnuna á hjálmi mínum", sagði Schumacher. Rosberg er þýskur eins og Schumacher segist stoltur að aka fyrir hið sögufræga Mercedes merki. "Ég er búinn að verja miklum tíma með starfsmönnum Mercedes upp á síðkastið, bæði véladeildinni í Bretlandi og í Þýskalandi. Vonandi tekst mér að endurgjalda Mercedes traustið með góðum árangri á brautinni á árinu", sagði Rosberg. Nobert Haug hjá Mercedes hefur verið stjóri Formúlu 1 armsins lengi og Mercedes vinnur áfram með McLaren, en Haug er stoltur að því að Mercedes hefur stofnað eigiið lið að auki. "Þetta verður eitt stærsta verkefni Mercedes í 100 ára sögu fyrirtækisins og hlakkar till samstarfsins við Schumacher og Rosberg. Við munum takast við verkefnið af festu og einurð með Ross Brawn og Nick Fry, eftir gott samstarf í fyrra", sagði Haug, en Brawn varð meistari í fyrra og Mercedes keypti upp liðið. Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg voru kynntir til sögunnar hjá Mercedes í Stuttgart í dag að viðstöddum 600 gestum í bílasafni Mercedes. Schumacher og Rosberg sviptu hulunni af nýja ökutæki Mercedes og litaval bílsins er sögð blanda af gömlum og nýjum tíma. Bíllinn verður notaður í fyrsta skipti á æfingum þann 1. febrúar í Valencia á Spáni. Litur framendans á að minna á Silver Arrows bíla Mercedes frá árinu 1934. "Ég ar algjörlega í fasa við það sem er að gerast og fullur eldmóðs. Mér finnst þetta eins og nýtt upphaf fyrir mig og verðum í góðri stöðu að berjast um meistaratitilinn. Ég mun persónulega blása til sóknar. Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist að að keyra með þriggja arma stjörnuna á hjálmi mínum", sagði Schumacher. Rosberg er þýskur eins og Schumacher segist stoltur að aka fyrir hið sögufræga Mercedes merki. "Ég er búinn að verja miklum tíma með starfsmönnum Mercedes upp á síðkastið, bæði véladeildinni í Bretlandi og í Þýskalandi. Vonandi tekst mér að endurgjalda Mercedes traustið með góðum árangri á brautinni á árinu", sagði Rosberg. Nobert Haug hjá Mercedes hefur verið stjóri Formúlu 1 armsins lengi og Mercedes vinnur áfram með McLaren, en Haug er stoltur að því að Mercedes hefur stofnað eigiið lið að auki. "Þetta verður eitt stærsta verkefni Mercedes í 100 ára sögu fyrirtækisins og hlakkar till samstarfsins við Schumacher og Rosberg. Við munum takast við verkefnið af festu og einurð með Ross Brawn og Nick Fry, eftir gott samstarf í fyrra", sagði Haug, en Brawn varð meistari í fyrra og Mercedes keypti upp liðið.
Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti