Schumacher og Rosberg kynntir hjá Mercedes 25. janúar 2010 11:28 Rosberg og Schumacher á kynningu Mercedes á bílasafninu í Stuttgart í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Nico Rosberg voru kynntir til sögunnar hjá Mercedes í Stuttgart í dag að viðstöddum 600 gestum í bílasafni Mercedes. Schumacher og Rosberg sviptu hulunni af nýja ökutæki Mercedes og litaval bílsins er sögð blanda af gömlum og nýjum tíma. Bíllinn verður notaður í fyrsta skipti á æfingum þann 1. febrúar í Valencia á Spáni. Litur framendans á að minna á Silver Arrows bíla Mercedes frá árinu 1934. "Ég ar algjörlega í fasa við það sem er að gerast og fullur eldmóðs. Mér finnst þetta eins og nýtt upphaf fyrir mig og verðum í góðri stöðu að berjast um meistaratitilinn. Ég mun persónulega blása til sóknar. Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist að að keyra með þriggja arma stjörnuna á hjálmi mínum", sagði Schumacher. Rosberg er þýskur eins og Schumacher segist stoltur að aka fyrir hið sögufræga Mercedes merki. "Ég er búinn að verja miklum tíma með starfsmönnum Mercedes upp á síðkastið, bæði véladeildinni í Bretlandi og í Þýskalandi. Vonandi tekst mér að endurgjalda Mercedes traustið með góðum árangri á brautinni á árinu", sagði Rosberg. Nobert Haug hjá Mercedes hefur verið stjóri Formúlu 1 armsins lengi og Mercedes vinnur áfram með McLaren, en Haug er stoltur að því að Mercedes hefur stofnað eigiið lið að auki. "Þetta verður eitt stærsta verkefni Mercedes í 100 ára sögu fyrirtækisins og hlakkar till samstarfsins við Schumacher og Rosberg. Við munum takast við verkefnið af festu og einurð með Ross Brawn og Nick Fry, eftir gott samstarf í fyrra", sagði Haug, en Brawn varð meistari í fyrra og Mercedes keypti upp liðið. Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg voru kynntir til sögunnar hjá Mercedes í Stuttgart í dag að viðstöddum 600 gestum í bílasafni Mercedes. Schumacher og Rosberg sviptu hulunni af nýja ökutæki Mercedes og litaval bílsins er sögð blanda af gömlum og nýjum tíma. Bíllinn verður notaður í fyrsta skipti á æfingum þann 1. febrúar í Valencia á Spáni. Litur framendans á að minna á Silver Arrows bíla Mercedes frá árinu 1934. "Ég ar algjörlega í fasa við það sem er að gerast og fullur eldmóðs. Mér finnst þetta eins og nýtt upphaf fyrir mig og verðum í góðri stöðu að berjast um meistaratitilinn. Ég mun persónulega blása til sóknar. Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist að að keyra með þriggja arma stjörnuna á hjálmi mínum", sagði Schumacher. Rosberg er þýskur eins og Schumacher segist stoltur að aka fyrir hið sögufræga Mercedes merki. "Ég er búinn að verja miklum tíma með starfsmönnum Mercedes upp á síðkastið, bæði véladeildinni í Bretlandi og í Þýskalandi. Vonandi tekst mér að endurgjalda Mercedes traustið með góðum árangri á brautinni á árinu", sagði Rosberg. Nobert Haug hjá Mercedes hefur verið stjóri Formúlu 1 armsins lengi og Mercedes vinnur áfram með McLaren, en Haug er stoltur að því að Mercedes hefur stofnað eigiið lið að auki. "Þetta verður eitt stærsta verkefni Mercedes í 100 ára sögu fyrirtækisins og hlakkar till samstarfsins við Schumacher og Rosberg. Við munum takast við verkefnið af festu og einurð með Ross Brawn og Nick Fry, eftir gott samstarf í fyrra", sagði Haug, en Brawn varð meistari í fyrra og Mercedes keypti upp liðið.
Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira