Ólafur Stephensen: Sterkari rammi Ólafur Stephensen skrifar 28. apríl 2010 06:00 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, færir ágæt rök fyrir því í grein í Fréttablaðinu í gær að endurreisa þurfi hlutabréfamarkaðinn hér á landi, meðal annars með því að bankarnir skrái fyrirtækin, sem þeir eru nú með í fanginu, á markað. Það er rétt hjá Þórði að virkur hlutabréfamarkaður er ein frumforsenda þess að efnahagslífið nái sér aftur á strik. Áhættufælni fjárfesta og skortur á fjárfestingarkostum veldur því meðal annars að sparifé leitar í bankainnistæður og ríkisskuldabréf. Það er ekki í vinnu fyrir atvinnulífið sem eigið fé í fyrirtækjum. Sömuleiðis er það rétt hjá Kauphallarforstjóranum að ef rétt er á haldið, stuðlar skráning fyrirtækja á markað, í stað þess að selja þau völdum fjárfestum, að meira gegnsæi og trausti. Aukinheldur yrði almenningi, en ekki aðeins peningamönnum, gefinn kostur á að eignast hlutdeild í ávinningnum af nýrri uppsveiflu í atvinnulífinu. Vandinn er sá að eftir bankahrunið nýtur hlutabréfamarkaðurinn einskis trausts. Um tíma virtist sem þar væri hægt að auðgast nánast endalaust. Áratuginn 1998-2007 hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar meira en sambærilegar vísitölur í nokkru öðru þróuðu ríki. Það voru ekki sízt bankarnir, sem blésu bóluna út; þeir stóðu undir lokin fyrir nærri þrjá fjórðu hluta úrvalsvísitölunnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rakið hvernig þeir beittu óvönduðum meðulum til að hækka verðið á eigin bréfum. Hluti af því máli er nú til rannsóknar hjá saksóknara. Þegar bankarnir féllu var fall hlutabréfamarkaðarins að sama skapi hátt, það næstmesta í heimi árið 2008. Eignir fjölda fólks gufuðu upp; hlutabréf sem fólk átti í eigin nafni eða óbeint í gegnum lífeyrissjóðinn sinn. Þegar af þessari ástæðu vantreysta margir hlutabréfamarkaðnum. Við bætist að stórir eigendur í skráðum félögum, ekki sízt bönkunum, hunzuðu hagsmuni smærri hluthafa. Upplýsingagjöf var misvísandi og eftirliti með markaðnum ábótavant. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að Fjármálaeftirlitið hafi brugðizt í því efni. Þá þurfi Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin að skýra verkaskiptingu sína til að markaðsmisnotkun á borð við þá sem föllnu bankarnir eru grunaðir um viðgangist ekki í lengri tíma. Það er þarft og nauðsynlegt að endurreisa hlutabréfamarkaðinn, en það gerist ekki nema samhliða margvíslegum umbótum, sem Þórður Friðjónsson nefnir sumar hverjar í grein sinni. Hlutafélagalöggjöfina þarf að efla, ekki sízt til að auka vernd smærri hluthafa. Koma þarf í veg fyrir að bankar eða fjármálafyrirtæki geti aftur leikið sama leikinn með hlutabréfaverðið. Efla þarf eftirlitið með markaðnum, þar á meðal af hálfu Kauphallarinnar sjálfrar. Stjórnvöld þurfa þannig að standa rækilega við bakið á endurreisn hlutabréfamarkaðarins með því að styrkja rammann sem honum er búinn. Ekki er síður mikilvægt að fjárfestar, smáir sem stórir, mæti til leiks á ný með raunhæfar væntingar. Verðhækkanir á borð við þær, sem tíðkuðust á íslenzka hlutabréfamarkaðnum á áratugnum fyrir hrun, voru innistæðulausar og tjón margra eftir því þegar bólan sprakk. Ein forsenda heilbrigðs hlutabréfamarkaðar er að fjárfestarnir líti á eignir sínar sem langtímafjárfestingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, færir ágæt rök fyrir því í grein í Fréttablaðinu í gær að endurreisa þurfi hlutabréfamarkaðinn hér á landi, meðal annars með því að bankarnir skrái fyrirtækin, sem þeir eru nú með í fanginu, á markað. Það er rétt hjá Þórði að virkur hlutabréfamarkaður er ein frumforsenda þess að efnahagslífið nái sér aftur á strik. Áhættufælni fjárfesta og skortur á fjárfestingarkostum veldur því meðal annars að sparifé leitar í bankainnistæður og ríkisskuldabréf. Það er ekki í vinnu fyrir atvinnulífið sem eigið fé í fyrirtækjum. Sömuleiðis er það rétt hjá Kauphallarforstjóranum að ef rétt er á haldið, stuðlar skráning fyrirtækja á markað, í stað þess að selja þau völdum fjárfestum, að meira gegnsæi og trausti. Aukinheldur yrði almenningi, en ekki aðeins peningamönnum, gefinn kostur á að eignast hlutdeild í ávinningnum af nýrri uppsveiflu í atvinnulífinu. Vandinn er sá að eftir bankahrunið nýtur hlutabréfamarkaðurinn einskis trausts. Um tíma virtist sem þar væri hægt að auðgast nánast endalaust. Áratuginn 1998-2007 hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar meira en sambærilegar vísitölur í nokkru öðru þróuðu ríki. Það voru ekki sízt bankarnir, sem blésu bóluna út; þeir stóðu undir lokin fyrir nærri þrjá fjórðu hluta úrvalsvísitölunnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rakið hvernig þeir beittu óvönduðum meðulum til að hækka verðið á eigin bréfum. Hluti af því máli er nú til rannsóknar hjá saksóknara. Þegar bankarnir féllu var fall hlutabréfamarkaðarins að sama skapi hátt, það næstmesta í heimi árið 2008. Eignir fjölda fólks gufuðu upp; hlutabréf sem fólk átti í eigin nafni eða óbeint í gegnum lífeyrissjóðinn sinn. Þegar af þessari ástæðu vantreysta margir hlutabréfamarkaðnum. Við bætist að stórir eigendur í skráðum félögum, ekki sízt bönkunum, hunzuðu hagsmuni smærri hluthafa. Upplýsingagjöf var misvísandi og eftirliti með markaðnum ábótavant. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að Fjármálaeftirlitið hafi brugðizt í því efni. Þá þurfi Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin að skýra verkaskiptingu sína til að markaðsmisnotkun á borð við þá sem föllnu bankarnir eru grunaðir um viðgangist ekki í lengri tíma. Það er þarft og nauðsynlegt að endurreisa hlutabréfamarkaðinn, en það gerist ekki nema samhliða margvíslegum umbótum, sem Þórður Friðjónsson nefnir sumar hverjar í grein sinni. Hlutafélagalöggjöfina þarf að efla, ekki sízt til að auka vernd smærri hluthafa. Koma þarf í veg fyrir að bankar eða fjármálafyrirtæki geti aftur leikið sama leikinn með hlutabréfaverðið. Efla þarf eftirlitið með markaðnum, þar á meðal af hálfu Kauphallarinnar sjálfrar. Stjórnvöld þurfa þannig að standa rækilega við bakið á endurreisn hlutabréfamarkaðarins með því að styrkja rammann sem honum er búinn. Ekki er síður mikilvægt að fjárfestar, smáir sem stórir, mæti til leiks á ný með raunhæfar væntingar. Verðhækkanir á borð við þær, sem tíðkuðust á íslenzka hlutabréfamarkaðnum á áratugnum fyrir hrun, voru innistæðulausar og tjón margra eftir því þegar bólan sprakk. Ein forsenda heilbrigðs hlutabréfamarkaðar er að fjárfestarnir líti á eignir sínar sem langtímafjárfestingu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun