Stjórnarformaður BAA segir úrbóta þörf vegna óveðursins Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. desember 2010 16:05 Vélar British Airways á Heathrow. Mynd/ afp. Sir Nigel Rudd, stjórnarformaður BAA sem á Heathrow flugvöll í Bretlandi, segir að eigendur fyrirtækisins verði að samþykkja viðbrögð hans við ábendingum vegna ringulreiðar á Heathrow flugvelli í síðustu viku. Ellegar segi hann af sér stjórnarformennsku. Síðasta vika var erfið fyrir flugrekstur í Bretlandi og víðar um heim. Ástæðan var gríðarlegt óveður sem skók Bretland, Skandínavíu og meginland Evrópu. Það olli töfum á flugi marga daga í röð. BAA mun láta rannsaka í þaula hvernig hægt er að bregðast við óveðri eins og því sem var í siðustu viku og gera úrbætur með niðurstöður rannsóknarinnar til hliðsjónar. Ferrovial er stærsti hluthafi í BAA og Nigel segir að þeir verði að bregðast við. „Ef hluthafar, ekki bara Ferrovial, heldur líka aðrir - myndu hindra okkur í að gera úrbætur á Heatrow sem ég teldi nauðsynlegar, þá myndi ég þurfa að segja af mér. En ég vil taka taka það fram að það hefur aldrei gerst og ég býst ekki við að það muni gerast í framtíðinni," er haft eftir Nigel á vef Telegraph. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sir Nigel Rudd, stjórnarformaður BAA sem á Heathrow flugvöll í Bretlandi, segir að eigendur fyrirtækisins verði að samþykkja viðbrögð hans við ábendingum vegna ringulreiðar á Heathrow flugvelli í síðustu viku. Ellegar segi hann af sér stjórnarformennsku. Síðasta vika var erfið fyrir flugrekstur í Bretlandi og víðar um heim. Ástæðan var gríðarlegt óveður sem skók Bretland, Skandínavíu og meginland Evrópu. Það olli töfum á flugi marga daga í röð. BAA mun láta rannsaka í þaula hvernig hægt er að bregðast við óveðri eins og því sem var í siðustu viku og gera úrbætur með niðurstöður rannsóknarinnar til hliðsjónar. Ferrovial er stærsti hluthafi í BAA og Nigel segir að þeir verði að bregðast við. „Ef hluthafar, ekki bara Ferrovial, heldur líka aðrir - myndu hindra okkur í að gera úrbætur á Heatrow sem ég teldi nauðsynlegar, þá myndi ég þurfa að segja af mér. En ég vil taka taka það fram að það hefur aldrei gerst og ég býst ekki við að það muni gerast í framtíðinni," er haft eftir Nigel á vef Telegraph.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira