Baráttugleði Kobayashi heillaði í Japan 12. október 2010 10:43 Kamui Kobayashi var vel fagnað í Japan. Mynd: Getty Images Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúlu 1 liðinu sló í gegn á heimavelli í japanska kappakstrinum á sunnudaginn. Hann sýndi dirfskufull tilþrif í mótinu og fór framúr mörgum keppinautum á leið í sjöunda sætið. Sauber menn vona að framganga hans verði til að japanskir aðilar vilji styðja við Kobayashi í framtíðinni. Formúla 1 hefur verið vinsæl í Japan og bæði Honda og Toyota keppti í Formúlu 1 í mörg ár, en Kobayashi fékk einmitt sitt fyrsta tækifæri með Toyota í fyrra, en liðið dró sig í hlé frá Formúlu 1. BMW sem dró sig líka í hlé í fyrra og Peter Sauber sem hafði selt fyrirtækinu lið sitt keypti búnað BMW til baka. Það var gert til að bjarga liðinu frá því að hætta. Sauber fékk ekki stóra auglýsendur á bíl sinn, en á dögunum samdi lið hans við mexíkanskt símafyrirtæki um kostun og réð til sín Sergio Perez frá Mexíkó sem ökumann á næsta ári. Kobayashi er þegar með samning við Sauber á næsta ári. Nú vonast Sauber menn að japönsk fyrirtæki sýni líka áhuga á kostun í ljósi árangur Kobayashi á heimavelli og Monisha Kaletenborn framkvæmdarstjóri Sauber sagði í frétt á autosport.com að gengi Japanas hefði verið til fyrirmyndar. "Hann stóð sig vel, ekki síst í ljósi þess að það var pressa á honum frá almenningi og hann fékk mikla athygli frá fjölmiðlum. Þetta var ákjósanleg staða fyrir japanska markaðinn, en við vitum að það eru efnahagsþrengingar í Japan. En við vonumst til að árangur hans verði hvatning fyrir menn að styðja hann", sagði Kaltenborn. Kobayashi var í einhverjum tilfellum sérlega ákveðinn þegar hann reyndi framúrakstur og skemmdi bíl sinn í einum slíkum á Jamie Alguersuari, en hélt áfram. Hann fór svo framúr liðsfélaga sínum Nick Heidfeld, sem lauk keppni í áttunda sæti á eftir Kobayashi. "Þegar maður sér svona tilraunir, þá hefur maður smá áhyggjur og vonar að allt fari vel. En aftur á móti þá býst maður við að hann berjist. Hann er í eðli sínu dirfskufullur", sagði Kaltenborn. Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúlu 1 liðinu sló í gegn á heimavelli í japanska kappakstrinum á sunnudaginn. Hann sýndi dirfskufull tilþrif í mótinu og fór framúr mörgum keppinautum á leið í sjöunda sætið. Sauber menn vona að framganga hans verði til að japanskir aðilar vilji styðja við Kobayashi í framtíðinni. Formúla 1 hefur verið vinsæl í Japan og bæði Honda og Toyota keppti í Formúlu 1 í mörg ár, en Kobayashi fékk einmitt sitt fyrsta tækifæri með Toyota í fyrra, en liðið dró sig í hlé frá Formúlu 1. BMW sem dró sig líka í hlé í fyrra og Peter Sauber sem hafði selt fyrirtækinu lið sitt keypti búnað BMW til baka. Það var gert til að bjarga liðinu frá því að hætta. Sauber fékk ekki stóra auglýsendur á bíl sinn, en á dögunum samdi lið hans við mexíkanskt símafyrirtæki um kostun og réð til sín Sergio Perez frá Mexíkó sem ökumann á næsta ári. Kobayashi er þegar með samning við Sauber á næsta ári. Nú vonast Sauber menn að japönsk fyrirtæki sýni líka áhuga á kostun í ljósi árangur Kobayashi á heimavelli og Monisha Kaletenborn framkvæmdarstjóri Sauber sagði í frétt á autosport.com að gengi Japanas hefði verið til fyrirmyndar. "Hann stóð sig vel, ekki síst í ljósi þess að það var pressa á honum frá almenningi og hann fékk mikla athygli frá fjölmiðlum. Þetta var ákjósanleg staða fyrir japanska markaðinn, en við vitum að það eru efnahagsþrengingar í Japan. En við vonumst til að árangur hans verði hvatning fyrir menn að styðja hann", sagði Kaltenborn. Kobayashi var í einhverjum tilfellum sérlega ákveðinn þegar hann reyndi framúrakstur og skemmdi bíl sinn í einum slíkum á Jamie Alguersuari, en hélt áfram. Hann fór svo framúr liðsfélaga sínum Nick Heidfeld, sem lauk keppni í áttunda sæti á eftir Kobayashi. "Þegar maður sér svona tilraunir, þá hefur maður smá áhyggjur og vonar að allt fari vel. En aftur á móti þá býst maður við að hann berjist. Hann er í eðli sínu dirfskufullur", sagði Kaltenborn.
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira