Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn með Brann sem gerði 1-1 jafntefli við Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Birkir fékk dauðafæri undir lok leiksins en skot hans var varið af varnarmanni af stuttu færi. Brann er í tólfta sæti deildarinnar.
Arnór Smárason var í byrjunarliði Esbjerg sem vann góðan 2-0 sigur á Aalborg BK í dönsku úrvalsdeildinni.
Arnóri var skipt af velli eftir 56. mínútur.
Birkir Már og Arnór léku í jafntefli og sigri
Hjalti Þór Hreinsson skrifar
