Yngstu leikhústæknimenn landsins 1. júlí 2010 06:30 Ásgrímur Gunnarsson og Auðunn Lúthersson eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Fréttablaðið/stefán Leikritið Sellófan, eftir Björk Jakobsdóttur, var frumsýnt í Iðnó á fimmtudaginn var og vakti ungur aldur tæknimanna sýningarinnar nokkra athygli sýningargesta. Frændurnir Ásgrímur Gunnarsson og Auðunn Lúthersson sjá um hljóð- og tæknivinnu fyrir sýninguna en þeir eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Þeir hafa þó ekki langt að sækja hæfileikana því auk þess að hafa verið viðriðnir leikhúsheiminn um hríð er Ásgrímur sonur leikkonunnar Bjarkar Jakobsdóttur og leikarans Gunnars Helgasonar. „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Við lentum reyndar í smá óhappi á frumsýningunni þegar leikkonan gleymdi nokkrum línum sem gerði okkur mjög stressaða. Við náðum þó að redda okkur með því að vera fljótir að hugsa,“ segir Ásgrímur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar taka að sér tæknivinnu sem þessa. „Þetta er alveg ótrúlega spennandi starf og það er alltaf gaman að fá að vinna í leikhúsi og fylgjast með leikurum að starfi. Við erum báðir með brennandi áhuga á leiklist og það er frábært að fá að skyggnast svolítið á bak við tjöldin. Þetta er mikil ábyrgð en við erum tveir saman í þessu sem gerir þetta auðveldara,“ útskýrir Auðunn. Á veturna stunda frændurnir nám við Verslunarskólann og Menntaskólann í Reykjavík en í sumar starfa þeir báðir við Götuleikhúsið. Aðspurðir segjast þeir alltaf hafa haft mikinn áhuga á leiklist. „Maður fær góða útrás fyrir þessari athyglissýki hér í Götuleikhúsinu og við stefnum báðir að því að fara í leiklistarnám í framtíðinni,“ segir Auðunn að lokum. - sm Innlent Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Leikritið Sellófan, eftir Björk Jakobsdóttur, var frumsýnt í Iðnó á fimmtudaginn var og vakti ungur aldur tæknimanna sýningarinnar nokkra athygli sýningargesta. Frændurnir Ásgrímur Gunnarsson og Auðunn Lúthersson sjá um hljóð- og tæknivinnu fyrir sýninguna en þeir eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Þeir hafa þó ekki langt að sækja hæfileikana því auk þess að hafa verið viðriðnir leikhúsheiminn um hríð er Ásgrímur sonur leikkonunnar Bjarkar Jakobsdóttur og leikarans Gunnars Helgasonar. „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Við lentum reyndar í smá óhappi á frumsýningunni þegar leikkonan gleymdi nokkrum línum sem gerði okkur mjög stressaða. Við náðum þó að redda okkur með því að vera fljótir að hugsa,“ segir Ásgrímur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar taka að sér tæknivinnu sem þessa. „Þetta er alveg ótrúlega spennandi starf og það er alltaf gaman að fá að vinna í leikhúsi og fylgjast með leikurum að starfi. Við erum báðir með brennandi áhuga á leiklist og það er frábært að fá að skyggnast svolítið á bak við tjöldin. Þetta er mikil ábyrgð en við erum tveir saman í þessu sem gerir þetta auðveldara,“ útskýrir Auðunn. Á veturna stunda frændurnir nám við Verslunarskólann og Menntaskólann í Reykjavík en í sumar starfa þeir báðir við Götuleikhúsið. Aðspurðir segjast þeir alltaf hafa haft mikinn áhuga á leiklist. „Maður fær góða útrás fyrir þessari athyglissýki hér í Götuleikhúsinu og við stefnum báðir að því að fara í leiklistarnám í framtíðinni,“ segir Auðunn að lokum. - sm
Innlent Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira