Fóbísku frændurnir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 8. september 2010 06:00 Frændur okkar í Færeyjum eiga þingmann sem heitir því skemmtilega nafni Jenis frá Rana. Sjálfur er hann þó ekkert sérstaklega skemmtileg týpa. Í fyrradag fann hann sig knúinn til að tilkynna að hann ætlaði sko ekki að sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur. Hann ætlaði heldur að vera heima hjá konunni sinni, eins og flest önnur kvöld. Heimsókn íslenska forsætisráðherrans væri enda hrein ögrun og ekki í samræmi við boðskap biblíunnar. Hrikalega hlýtur það að vera vandræðalegt fyrir eðlilega Færeyinga að maður eins og Jenis skuli fá að tjá sig opinberlega. En hann hefur víst lýðræðislegt umboð kjósenda sinna, enda formaður Kristilega miðflokksins í Færeyjum. Það eru svona jólasveinar sem viðhalda hugmyndinni um hómófóbíska Færeyinginn. Að vísu er sennilega nokkuð margt til í því að óþol gegn samkynhneigð sé landlægara í Færeyjum en víðast hvar annars staðar. Kristilegi miðflokkurinn berst opinberlega gegn auknum réttindum samkynhneigðra og hefur fimm prósenta fylgi og heila þrjá þingmenn. Það er dálítið gæsahúðarörvandi staðreynd, í ljósi þess að flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að Færeyjum verði stjórnað eftir lögum biblíunnar. Það skapar óþægileg hugrenningatengsl við talibanana í Afganistan og óguðlegu sjaríalögin þeirra. Þau lög hafa einmitt verið notuð til réttlætingar blóðugri innrás og hernámi. Kannski við ættum að senda víkingasveitina til Færeyja, ef þessi flokkur heldur áfram að herða ítök sín. Þegar fréttir af þessari kvöldverðarákvörðun bárust yfir hafið urðu þær raddir strax háværar að þetta væri mikil móðgun við Jóhönnu og Íslendinga alla. Ég er frekar á því að það væri móðgun við forsætisráðherrann og eiginkonu hennar að þurfa að sitja til borðs með svona skoffíni. Ekki býst ég við því að þær muni sakna nærveru hans meðan þær gæða sér á skerpuketinu. Það er helst að maður finni til með konunni hans Jensa, sem er vafalaust hálfsvekkt yfir því að hafa ekki losnað við hann út úr húsi eina kvöldstund. Sem betur fer er svona röfl ekki lengur samþykkt í opinberri umræðu hér á landi. Ekki svo að skilja að skoðanirnar að baki fyrirfinnist ekki. Þær krauma auðvitað undir niðri hjá Jenisunum okkar, sem eru margir og víða. En þær eru þó ekki velkomnar upp á borðið lengur. Það er vonandi fyrsta skrefið í þá átt að þær hverfi fyrir fullt og allt. Það eru nefnilega takmörk fyrir umburðarlyndi okkar hinna líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Neitaði að snæða með forsætisráðherra Færeyjar Hinsegin Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Frændur okkar í Færeyjum eiga þingmann sem heitir því skemmtilega nafni Jenis frá Rana. Sjálfur er hann þó ekkert sérstaklega skemmtileg týpa. Í fyrradag fann hann sig knúinn til að tilkynna að hann ætlaði sko ekki að sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur. Hann ætlaði heldur að vera heima hjá konunni sinni, eins og flest önnur kvöld. Heimsókn íslenska forsætisráðherrans væri enda hrein ögrun og ekki í samræmi við boðskap biblíunnar. Hrikalega hlýtur það að vera vandræðalegt fyrir eðlilega Færeyinga að maður eins og Jenis skuli fá að tjá sig opinberlega. En hann hefur víst lýðræðislegt umboð kjósenda sinna, enda formaður Kristilega miðflokksins í Færeyjum. Það eru svona jólasveinar sem viðhalda hugmyndinni um hómófóbíska Færeyinginn. Að vísu er sennilega nokkuð margt til í því að óþol gegn samkynhneigð sé landlægara í Færeyjum en víðast hvar annars staðar. Kristilegi miðflokkurinn berst opinberlega gegn auknum réttindum samkynhneigðra og hefur fimm prósenta fylgi og heila þrjá þingmenn. Það er dálítið gæsahúðarörvandi staðreynd, í ljósi þess að flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að Færeyjum verði stjórnað eftir lögum biblíunnar. Það skapar óþægileg hugrenningatengsl við talibanana í Afganistan og óguðlegu sjaríalögin þeirra. Þau lög hafa einmitt verið notuð til réttlætingar blóðugri innrás og hernámi. Kannski við ættum að senda víkingasveitina til Færeyja, ef þessi flokkur heldur áfram að herða ítök sín. Þegar fréttir af þessari kvöldverðarákvörðun bárust yfir hafið urðu þær raddir strax háværar að þetta væri mikil móðgun við Jóhönnu og Íslendinga alla. Ég er frekar á því að það væri móðgun við forsætisráðherrann og eiginkonu hennar að þurfa að sitja til borðs með svona skoffíni. Ekki býst ég við því að þær muni sakna nærveru hans meðan þær gæða sér á skerpuketinu. Það er helst að maður finni til með konunni hans Jensa, sem er vafalaust hálfsvekkt yfir því að hafa ekki losnað við hann út úr húsi eina kvöldstund. Sem betur fer er svona röfl ekki lengur samþykkt í opinberri umræðu hér á landi. Ekki svo að skilja að skoðanirnar að baki fyrirfinnist ekki. Þær krauma auðvitað undir niðri hjá Jenisunum okkar, sem eru margir og víða. En þær eru þó ekki velkomnar upp á borðið lengur. Það er vonandi fyrsta skrefið í þá átt að þær hverfi fyrir fullt og allt. Það eru nefnilega takmörk fyrir umburðarlyndi okkar hinna líka.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun