Frank í Klovn ánægður með Frímann Gunnarsson 28. apríl 2010 10:30 Frank Hvam á milli hjónanna Iben Hjejle og Caspers Christensen. Frank er ósáttur við að þau hjónin séu búin að stela Íslandi frá honum. Danski grínarinn Frank Hvam vinnur þessa dagana að Klovn-kvikmynd ásamt Casper Christensen, félaga sínum. Í viðtali við Fréttablaðið kveðst hann hafa notið þess út í ystu æsar að vinna að gamanþáttaröð Frímanns Gunnarssonar sem sýnd verður á Stöð 2 í haust. „Hvernig kom það til að við fórum að vinna saman? Þeir hringdu bara og sögðust vera stærstu stjörnur Íslands og maður getur ekki sagt nei við slíku. Eru þeir ekki annars stærstu stjörnurnar á Íslandi?" spyr danski grínleikarinn Frank Hvam sem kemur töluvert við sögu í nýrri gamanþáttaröð með Frímanni Gunnarssyni. Fréttablaðið hefur greint frá samstarfi þeirra félaga og Frank viðurkennir að þeir hafi skemmt sér konunglega við gerð þáttanna. Hann hafi hins vegar ekkert séð frá upptökunum. „Þeir eru ótrúlega klárir, Hansson-bræðurnir, alveg á pari við það sem ég hef kynnst í dönsku sjónvarpi," segir Frank og vísar þar til leikarans Gunnars Hanssonar og leikstjórans Ragnars. „Ég hef allavega aldrei séð menn vinna jafnhratt og þá," en umræddir þættir verða sýndir á Stöð 2 í haust. Frank og félagi hans, Casper, hafa slegið í gegn í dönsku gamanþáttunum Klovn. Síðasta þáttaröðin kemur út á DVD í vikunni en Frank verður hálfhvumsa þegar hann er spurður af hverju Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, séu svona miklir Íslandsvinir. „Ég veit eiginlega ekki hvað þau þykjast vera að gera. Þau eru hálfpartinn búin að ræna Íslandi frá mér. Ég á þetta land, eða sko, Íslendingar eiga auðvitað landið en það var ég sem kynnti Ísland fyrir Casper, ekki öfugt," útskýrir Frank. „Ég kom til Íslands fyrst fyrir átta eða níu árum, þá með bróður mínum. Við ætluðum að fara í svona náttúrulífsferð, skoða landið og landslagið en heilluðumst svolítið af næturlífinu í Reykjavík þannig að þetta varð svona næturlífsferð," segir Frank og hlær og bætir því við að hann hafi heimsótt landið ansi oft síðan þá. Frank ásamt Frímanni Gunnarssyni við tökur á þáttaröðinni. Klovn sem þáttaröð hefur hins vegar runnið sitt skeið en þeir félagar eru á fullu við að skrifa handrit að kvikmynd í fullri lengd. Frank segir þá vera fyllilega meðvitaða um þær hættur sem fylgir því að gera bíómynd eftir sjónvarpsþáttum. „Hún má auðvitað ekki vera einn langur Klovn-þáttur, það verður að vera upphaf, miðja og endir og persónurnar verða að þroskast eitthvað." Frank hefur hins vegar ekki hugmynd um hvort hann snúi aftur í sjónvarp, nú þegar Klovn-ævintýrinu er lokið. „Ég er fyrst og fremst uppistandari og ætla mér að vera það áfram." Hann útilokar ekki að koma með sýninguna til Íslands. „Ég veit ekki hvort Íslendingar myndu skilja hana á dönsku eða hvort ég þurfi að þýða hana yfir á ensku. Kannski er bara hægt að setja hana upp eins og óperusýningu, þar sem textinn kemur jafnóðum fram á einhverjum skjá." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Danski grínarinn Frank Hvam vinnur þessa dagana að Klovn-kvikmynd ásamt Casper Christensen, félaga sínum. Í viðtali við Fréttablaðið kveðst hann hafa notið þess út í ystu æsar að vinna að gamanþáttaröð Frímanns Gunnarssonar sem sýnd verður á Stöð 2 í haust. „Hvernig kom það til að við fórum að vinna saman? Þeir hringdu bara og sögðust vera stærstu stjörnur Íslands og maður getur ekki sagt nei við slíku. Eru þeir ekki annars stærstu stjörnurnar á Íslandi?" spyr danski grínleikarinn Frank Hvam sem kemur töluvert við sögu í nýrri gamanþáttaröð með Frímanni Gunnarssyni. Fréttablaðið hefur greint frá samstarfi þeirra félaga og Frank viðurkennir að þeir hafi skemmt sér konunglega við gerð þáttanna. Hann hafi hins vegar ekkert séð frá upptökunum. „Þeir eru ótrúlega klárir, Hansson-bræðurnir, alveg á pari við það sem ég hef kynnst í dönsku sjónvarpi," segir Frank og vísar þar til leikarans Gunnars Hanssonar og leikstjórans Ragnars. „Ég hef allavega aldrei séð menn vinna jafnhratt og þá," en umræddir þættir verða sýndir á Stöð 2 í haust. Frank og félagi hans, Casper, hafa slegið í gegn í dönsku gamanþáttunum Klovn. Síðasta þáttaröðin kemur út á DVD í vikunni en Frank verður hálfhvumsa þegar hann er spurður af hverju Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, séu svona miklir Íslandsvinir. „Ég veit eiginlega ekki hvað þau þykjast vera að gera. Þau eru hálfpartinn búin að ræna Íslandi frá mér. Ég á þetta land, eða sko, Íslendingar eiga auðvitað landið en það var ég sem kynnti Ísland fyrir Casper, ekki öfugt," útskýrir Frank. „Ég kom til Íslands fyrst fyrir átta eða níu árum, þá með bróður mínum. Við ætluðum að fara í svona náttúrulífsferð, skoða landið og landslagið en heilluðumst svolítið af næturlífinu í Reykjavík þannig að þetta varð svona næturlífsferð," segir Frank og hlær og bætir því við að hann hafi heimsótt landið ansi oft síðan þá. Frank ásamt Frímanni Gunnarssyni við tökur á þáttaröðinni. Klovn sem þáttaröð hefur hins vegar runnið sitt skeið en þeir félagar eru á fullu við að skrifa handrit að kvikmynd í fullri lengd. Frank segir þá vera fyllilega meðvitaða um þær hættur sem fylgir því að gera bíómynd eftir sjónvarpsþáttum. „Hún má auðvitað ekki vera einn langur Klovn-þáttur, það verður að vera upphaf, miðja og endir og persónurnar verða að þroskast eitthvað." Frank hefur hins vegar ekki hugmynd um hvort hann snúi aftur í sjónvarp, nú þegar Klovn-ævintýrinu er lokið. „Ég er fyrst og fremst uppistandari og ætla mér að vera það áfram." Hann útilokar ekki að koma með sýninguna til Íslands. „Ég veit ekki hvort Íslendingar myndu skilja hana á dönsku eða hvort ég þurfi að þýða hana yfir á ensku. Kannski er bara hægt að setja hana upp eins og óperusýningu, þar sem textinn kemur jafnóðum fram á einhverjum skjá." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein