Hvatning til úrbóta Ólafur Stephensen skrifar 25. júní 2010 06:30 Það var þarft framtak hjá Háskóla Íslands að gera könnun meðal stúdenta og spyrja hvernig þeir telji framhaldsskólann hafa búið þá undir háskólanám. Kallað hefur verið eftir slíkum könnunum talsvert lengi, enda er opinbert leyndarmál að fólk kemur ákaflega misvel undirbúið til háskólanáms og í háskólunum hafa menn talið sig greina verulegan mun eftir framhaldsskólum. Könnunin, sem Fréttablaðið sagði frá í gær, staðfestir þetta; mikill munur er eftir því hvaðan fólk hefur lokið stúdentsprófi á því hvernig það telur sig búið undir háskólanám. Um sjötíu prósent að meðaltali telja sig vel undirbúin, en það hlutfall er miklu lægra hjá stúdentum sumra skóla og miklu hærra hjá öðrum. Þá er áberandi að margir telja sig hafa fengið litla æfingu í að skrifa ritgerðir og skýrslur, sem er lykilatriði í háskólanámi. Sumir telja enskukunnáttunni áfátt, flestir eru sammála því að efla þurfi gagnrýna hugsun í framhaldsskólunum og þannig mætti áfram telja. Það kemur út af fyrir sig ekki á óvart að skólar, sem standa á gömlum merg, komi einna bezt út. Skólar með bekkjakerfi skara flestir fram úr, þótt undanfarna áratugi hafi bekkjakerfið oft þótt púkalegt og langflestir nýir framhaldsskólar byggi á fjölbrautakerfinu. Róbert Haraldsson, formaður kennslumálanefndar HÍ, segir í Fréttablaðinu í gær að forðast verði að oftúlka niðurstöður könnunarinnar, enda séu stúdentahópar úr sumum skólum fámennir í hópi svarendanna. Það er rétt, en ekki má heldur horfa framhjá þeim vísbendingum, sem könnunin gefur. Einhverra hluta vegna hefur það verið tabú að menntamálayfirvöld geri samanburð á skólum og birti, til þess að nemendur og foreldrar þeirra geti glöggvað sig á því hvar viðkomandi skóli stendur í samanburði við aðra og stjórnendur skólanna fái hvatningu til að bæta úr, sé árangri þeirra ábótavant. Könnun HÍ var gerð í apríl og hefur verið kynnt fyrir skólameisturum framhaldsskólanna, en ekki stóð til að gera hana opinbera áður en Fréttablaðið fékk veður af því að hún hefði verið gerð. Auðvitað væri eðlilegast að menntamálaráðuneytið stæði fyrir slíkum könnunum og birti opinberlega. Í frétt blaðsins í gær kom fram að í haust yrði gerð í Háskóla Íslands svokölluð námsgengiskönnun, þar sem árangur nemenda í HÍ og brottfall yrði kannað og borið saman við úr hvaða skólum fólk kemur. Róbert Haraldsson segir að slík könnun sýni betur en viðhorfskönnunin hver staða framhaldsskólanna sé. Mikilvægt er að þessar niðurstöður verði birtar opinberlega. Opinber birting kannana og samanburðar af þessu tagi er ekki aðeins í þágu nemenda og foreldra, sem eiga þá auðveldara með að taka upplýstar ákvarðanir um val á framhaldsskóla. Nú þegar peningar skattgreiðenda eru af skornum skammti, skiptir máli að vita hvort t.d. fólk úr sumum framhaldsskólum frekar en öðrum nær litlum árangri í háskóla og ílengist þar á kostnað skattborgaranna án þess að ljúka prófi. Skólarnir eiga ekki að óttast birtingu slíkra upplýsinga, jafnvel þótt þeir séu ekki í toppsætunum, heldur eiga þeir að líta á þær sem hvatningu til að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun
Það var þarft framtak hjá Háskóla Íslands að gera könnun meðal stúdenta og spyrja hvernig þeir telji framhaldsskólann hafa búið þá undir háskólanám. Kallað hefur verið eftir slíkum könnunum talsvert lengi, enda er opinbert leyndarmál að fólk kemur ákaflega misvel undirbúið til háskólanáms og í háskólunum hafa menn talið sig greina verulegan mun eftir framhaldsskólum. Könnunin, sem Fréttablaðið sagði frá í gær, staðfestir þetta; mikill munur er eftir því hvaðan fólk hefur lokið stúdentsprófi á því hvernig það telur sig búið undir háskólanám. Um sjötíu prósent að meðaltali telja sig vel undirbúin, en það hlutfall er miklu lægra hjá stúdentum sumra skóla og miklu hærra hjá öðrum. Þá er áberandi að margir telja sig hafa fengið litla æfingu í að skrifa ritgerðir og skýrslur, sem er lykilatriði í háskólanámi. Sumir telja enskukunnáttunni áfátt, flestir eru sammála því að efla þurfi gagnrýna hugsun í framhaldsskólunum og þannig mætti áfram telja. Það kemur út af fyrir sig ekki á óvart að skólar, sem standa á gömlum merg, komi einna bezt út. Skólar með bekkjakerfi skara flestir fram úr, þótt undanfarna áratugi hafi bekkjakerfið oft þótt púkalegt og langflestir nýir framhaldsskólar byggi á fjölbrautakerfinu. Róbert Haraldsson, formaður kennslumálanefndar HÍ, segir í Fréttablaðinu í gær að forðast verði að oftúlka niðurstöður könnunarinnar, enda séu stúdentahópar úr sumum skólum fámennir í hópi svarendanna. Það er rétt, en ekki má heldur horfa framhjá þeim vísbendingum, sem könnunin gefur. Einhverra hluta vegna hefur það verið tabú að menntamálayfirvöld geri samanburð á skólum og birti, til þess að nemendur og foreldrar þeirra geti glöggvað sig á því hvar viðkomandi skóli stendur í samanburði við aðra og stjórnendur skólanna fái hvatningu til að bæta úr, sé árangri þeirra ábótavant. Könnun HÍ var gerð í apríl og hefur verið kynnt fyrir skólameisturum framhaldsskólanna, en ekki stóð til að gera hana opinbera áður en Fréttablaðið fékk veður af því að hún hefði verið gerð. Auðvitað væri eðlilegast að menntamálaráðuneytið stæði fyrir slíkum könnunum og birti opinberlega. Í frétt blaðsins í gær kom fram að í haust yrði gerð í Háskóla Íslands svokölluð námsgengiskönnun, þar sem árangur nemenda í HÍ og brottfall yrði kannað og borið saman við úr hvaða skólum fólk kemur. Róbert Haraldsson segir að slík könnun sýni betur en viðhorfskönnunin hver staða framhaldsskólanna sé. Mikilvægt er að þessar niðurstöður verði birtar opinberlega. Opinber birting kannana og samanburðar af þessu tagi er ekki aðeins í þágu nemenda og foreldra, sem eiga þá auðveldara með að taka upplýstar ákvarðanir um val á framhaldsskóla. Nú þegar peningar skattgreiðenda eru af skornum skammti, skiptir máli að vita hvort t.d. fólk úr sumum framhaldsskólum frekar en öðrum nær litlum árangri í háskóla og ílengist þar á kostnað skattborgaranna án þess að ljúka prófi. Skólarnir eiga ekki að óttast birtingu slíkra upplýsinga, jafnvel þótt þeir séu ekki í toppsætunum, heldur eiga þeir að líta á þær sem hvatningu til að gera betur.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun