Schumacher spenntur að keppa á heimavelli 21. júlí 2010 08:57 Michael Schumacher á aðdáendur víða og ljóst að þýskir munu fylgja honum að máli um helgina margir hverjir. Mynd: Getty Images Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg. Aðrir þýskir ökumenn í mótinu eru Nico Hulkenberg, sem varð meistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra. Hann ekur með Williams. Timo Glock hjá Virgin, meistari líka í GP 2, en árið 2008. Sebastian Vettel er þýskur og hefur farið mikinn á árinu með Red Bull og loks er Adrian Sutil hjá Force India heimamaður um helgina. "Þýski kappaksturinn er sérstakur fyrir alla þýska ökumenn og fáir staðir sem hægt er að bera saman við Motordrom áhorfendasvæðið. Sem ökumaður finnur maður stemmninguna um borð í bílnum", sagði Schumacher sem fagnað hefur sjö meistaratitlum á ferlinum, en hefur ekki enn náð á verðlaunapall með Mercedes. Hann hefur afskrifað að keppa um meistaratitilinn í ár, en sett stefnuna á 2011. "Ég mæti í fyrsta skipti á heimavöll sem ökumaður Mercedes og hlakka til að upplifa það. Það verður örugglega tilfinningaríkt að aka fyrir framan áhorfendur og starfsmenn og vini Mercedes á svæðinu. Ég er því sérlega staðráðinn í að færa þeim góðar minningar um mótið. Við verðum með nýjungar í bílnum, sem vonandi verður framfaraskref og getum því hlakkað til spennandi móts", sagði Schumacher. Mótið á Hockenheim er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30 og tímatakan er einnig sýnd beint kl. 11.45 á laugardag í opinni dagskrá. Þá er sýnt frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á föstudag og lokæfingin er beint á laugardag kl. 08.55 og Endmarkið strax að lokinni keppni, en þessir þrír þættir eru í læstri dagskrá. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Það verða sex ökumenn á heimavelli í Formúlu 1 mótinu á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina. Mikill áhugi hefur verið á Formúlu 1 í Þýskalandi í gegnum tíðina og hefur ekki sakað að Þjóðverjinn Michael Schumacher keppir á ný og er hjá Mercedes sem er þýskt ásamt landa sínum Nico Rosberg. Aðrir þýskir ökumenn í mótinu eru Nico Hulkenberg, sem varð meistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra. Hann ekur með Williams. Timo Glock hjá Virgin, meistari líka í GP 2, en árið 2008. Sebastian Vettel er þýskur og hefur farið mikinn á árinu með Red Bull og loks er Adrian Sutil hjá Force India heimamaður um helgina. "Þýski kappaksturinn er sérstakur fyrir alla þýska ökumenn og fáir staðir sem hægt er að bera saman við Motordrom áhorfendasvæðið. Sem ökumaður finnur maður stemmninguna um borð í bílnum", sagði Schumacher sem fagnað hefur sjö meistaratitlum á ferlinum, en hefur ekki enn náð á verðlaunapall með Mercedes. Hann hefur afskrifað að keppa um meistaratitilinn í ár, en sett stefnuna á 2011. "Ég mæti í fyrsta skipti á heimavöll sem ökumaður Mercedes og hlakka til að upplifa það. Það verður örugglega tilfinningaríkt að aka fyrir framan áhorfendur og starfsmenn og vini Mercedes á svæðinu. Ég er því sérlega staðráðinn í að færa þeim góðar minningar um mótið. Við verðum með nýjungar í bílnum, sem vonandi verður framfaraskref og getum því hlakkað til spennandi móts", sagði Schumacher. Mótið á Hockenheim er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30 og tímatakan er einnig sýnd beint kl. 11.45 á laugardag í opinni dagskrá. Þá er sýnt frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á föstudag og lokæfingin er beint á laugardag kl. 08.55 og Endmarkið strax að lokinni keppni, en þessir þrír þættir eru í læstri dagskrá.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira