Auglýsingalög innblásin af Sigur Rós 28. september 2010 10:00 Lög Sigur Rósar eru vinsæl en margar auglýsingastofur hika ekki við að notfæra sér kunnugleg stef úr þeim, breyta þeim lítillega og nota í herferðir sínar. Fréttablaðið/GVA „Við fáum voðalega margar beiðnir, ég hef enga tölu á því hversu margar því þetta fer allt í gegnum umboðsmanninn okkar," segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. Um helgina birtist stutt grein á heimasíðu sveitarinnar þar sem það var áréttað að hljómsveitin hefði ekki selt nein lög í auglýsingar sem miðuðu að því að selja eitthvað. „Þeir hafa gefið leyfi fyrir kvikmyndir, sjónvarp og vegna góðgerðarmála en ekki til markaðsmála," segir á heimasíðunni. Georg segir ástæðuna einfaldlega vera þá að öðru hverju spretti upp á netinu umræður um hvort Sigur Rós hafi gefið leyfi sitt fyrir að nota lög í hinum og þessum auglýsingum einhverra stórfyrirtækja. Á vefsíðu Sigur Rósar er meðal annars notað dæmi um fyrirtæki sem var að gera auglýsingu fyrir Audi-umboðið og vildi fá að nota lag frá sveitinni. Því var hafnað. Þegar auglýsingin var frumsýnd fór strax af stað umræða um það hvort lag eftir Sigur Rós væri notað í nýrri auglýsingaherferð þýska bílarisans. Kunnuglegum stefum úr frægum Sigur Rósar-lögum hefur þá verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra það. Georg segir þá lítið geta gert í þessum málum, nema kannski bara hlæja að þeim. „Við höfum einu sinni eða tvisvar orðið mjög móðgaðir og íhugað málaferli. Þá fengum við lögfróða menn til að meta hvort lagið væri stolið eða ekki en þeir komust að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki, nægilega miklu hefði verið breytt."- fgg Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
„Við fáum voðalega margar beiðnir, ég hef enga tölu á því hversu margar því þetta fer allt í gegnum umboðsmanninn okkar," segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. Um helgina birtist stutt grein á heimasíðu sveitarinnar þar sem það var áréttað að hljómsveitin hefði ekki selt nein lög í auglýsingar sem miðuðu að því að selja eitthvað. „Þeir hafa gefið leyfi fyrir kvikmyndir, sjónvarp og vegna góðgerðarmála en ekki til markaðsmála," segir á heimasíðunni. Georg segir ástæðuna einfaldlega vera þá að öðru hverju spretti upp á netinu umræður um hvort Sigur Rós hafi gefið leyfi sitt fyrir að nota lög í hinum og þessum auglýsingum einhverra stórfyrirtækja. Á vefsíðu Sigur Rósar er meðal annars notað dæmi um fyrirtæki sem var að gera auglýsingu fyrir Audi-umboðið og vildi fá að nota lag frá sveitinni. Því var hafnað. Þegar auglýsingin var frumsýnd fór strax af stað umræða um það hvort lag eftir Sigur Rós væri notað í nýrri auglýsingaherferð þýska bílarisans. Kunnuglegum stefum úr frægum Sigur Rósar-lögum hefur þá verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra það. Georg segir þá lítið geta gert í þessum málum, nema kannski bara hlæja að þeim. „Við höfum einu sinni eða tvisvar orðið mjög móðgaðir og íhugað málaferli. Þá fengum við lögfróða menn til að meta hvort lagið væri stolið eða ekki en þeir komust að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki, nægilega miklu hefði verið breytt."- fgg
Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira