Auglýsingalög innblásin af Sigur Rós 28. september 2010 10:00 Lög Sigur Rósar eru vinsæl en margar auglýsingastofur hika ekki við að notfæra sér kunnugleg stef úr þeim, breyta þeim lítillega og nota í herferðir sínar. Fréttablaðið/GVA „Við fáum voðalega margar beiðnir, ég hef enga tölu á því hversu margar því þetta fer allt í gegnum umboðsmanninn okkar," segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. Um helgina birtist stutt grein á heimasíðu sveitarinnar þar sem það var áréttað að hljómsveitin hefði ekki selt nein lög í auglýsingar sem miðuðu að því að selja eitthvað. „Þeir hafa gefið leyfi fyrir kvikmyndir, sjónvarp og vegna góðgerðarmála en ekki til markaðsmála," segir á heimasíðunni. Georg segir ástæðuna einfaldlega vera þá að öðru hverju spretti upp á netinu umræður um hvort Sigur Rós hafi gefið leyfi sitt fyrir að nota lög í hinum og þessum auglýsingum einhverra stórfyrirtækja. Á vefsíðu Sigur Rósar er meðal annars notað dæmi um fyrirtæki sem var að gera auglýsingu fyrir Audi-umboðið og vildi fá að nota lag frá sveitinni. Því var hafnað. Þegar auglýsingin var frumsýnd fór strax af stað umræða um það hvort lag eftir Sigur Rós væri notað í nýrri auglýsingaherferð þýska bílarisans. Kunnuglegum stefum úr frægum Sigur Rósar-lögum hefur þá verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra það. Georg segir þá lítið geta gert í þessum málum, nema kannski bara hlæja að þeim. „Við höfum einu sinni eða tvisvar orðið mjög móðgaðir og íhugað málaferli. Þá fengum við lögfróða menn til að meta hvort lagið væri stolið eða ekki en þeir komust að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki, nægilega miklu hefði verið breytt."- fgg Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
„Við fáum voðalega margar beiðnir, ég hef enga tölu á því hversu margar því þetta fer allt í gegnum umboðsmanninn okkar," segir Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar. Um helgina birtist stutt grein á heimasíðu sveitarinnar þar sem það var áréttað að hljómsveitin hefði ekki selt nein lög í auglýsingar sem miðuðu að því að selja eitthvað. „Þeir hafa gefið leyfi fyrir kvikmyndir, sjónvarp og vegna góðgerðarmála en ekki til markaðsmála," segir á heimasíðunni. Georg segir ástæðuna einfaldlega vera þá að öðru hverju spretti upp á netinu umræður um hvort Sigur Rós hafi gefið leyfi sitt fyrir að nota lög í hinum og þessum auglýsingum einhverra stórfyrirtækja. Á vefsíðu Sigur Rósar er meðal annars notað dæmi um fyrirtæki sem var að gera auglýsingu fyrir Audi-umboðið og vildi fá að nota lag frá sveitinni. Því var hafnað. Þegar auglýsingin var frumsýnd fór strax af stað umræða um það hvort lag eftir Sigur Rós væri notað í nýrri auglýsingaherferð þýska bílarisans. Kunnuglegum stefum úr frægum Sigur Rósar-lögum hefur þá verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra það. Georg segir þá lítið geta gert í þessum málum, nema kannski bara hlæja að þeim. „Við höfum einu sinni eða tvisvar orðið mjög móðgaðir og íhugað málaferli. Þá fengum við lögfróða menn til að meta hvort lagið væri stolið eða ekki en þeir komust að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki, nægilega miklu hefði verið breytt."- fgg
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira