Pantaði Mourinho rauðu spjöldin hjá Ramos og Alonso? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 14:15 Mynd/Vefurinn Samsæriskenningarnar voru fljótar að fara í loftið í gær eftir að spænsku landsliðsmennirnir Xabi Alonso og Sergio Ramos létu báðir reka sig útaf fyrir að tefja leikinn í 4-0 sigri Real Madrid á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Báðir voru á gulu spjaldi sem hefði kostað þá leikbann í 16 liða úrslitunum ef þeir hefði fengið spjald í lokaleiknum á móti Auxerre, leik sem skiptir Real engu máli. Það er líka ekki hægt annað en brosa að því þessir reynslumiklu leikmenn tóku sér fáránlega langan tíma í að taka aukaspyrnu og markspyrnu. Það er hægt að sjá þessi tvö atvik með því að smella hér en það er erfitt að sjá annað fyrir sér að þeir hafi verið að sækja gula spjaldið og þar með rautt. Það ætti að vera erfitt að sanna að skipunin hafi komið frá Mourinho, eða hvað? Á samsettu myndinni sem fylgir þessari frétt hafa menn klippt saman leiðina sem upplýsingarnar bárust Ramos. Þar sést Mourinho tala við varamarkvörðinn Jerzy Dudek með hendina fyrir munninn. Dudek talaði síðan við Iker Casillas sem síðan kom skilaðboðunum áfram til Ramos og lét hann taka fyrir sig markspyrnu. Jose Mourinho hefur að sjálfsögðu neitað öllu og Casillas sagðist hafa verið að tala um meiðslin sín við Jerzy Dudek. Pólski varamarkvörðurinn var einmitt kominn fyrir aftan mark Real Madrid til þess að hita upp vegna meiðsla Casillas. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Samsæriskenningarnar voru fljótar að fara í loftið í gær eftir að spænsku landsliðsmennirnir Xabi Alonso og Sergio Ramos létu báðir reka sig útaf fyrir að tefja leikinn í 4-0 sigri Real Madrid á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Báðir voru á gulu spjaldi sem hefði kostað þá leikbann í 16 liða úrslitunum ef þeir hefði fengið spjald í lokaleiknum á móti Auxerre, leik sem skiptir Real engu máli. Það er líka ekki hægt annað en brosa að því þessir reynslumiklu leikmenn tóku sér fáránlega langan tíma í að taka aukaspyrnu og markspyrnu. Það er hægt að sjá þessi tvö atvik með því að smella hér en það er erfitt að sjá annað fyrir sér að þeir hafi verið að sækja gula spjaldið og þar með rautt. Það ætti að vera erfitt að sanna að skipunin hafi komið frá Mourinho, eða hvað? Á samsettu myndinni sem fylgir þessari frétt hafa menn klippt saman leiðina sem upplýsingarnar bárust Ramos. Þar sést Mourinho tala við varamarkvörðinn Jerzy Dudek með hendina fyrir munninn. Dudek talaði síðan við Iker Casillas sem síðan kom skilaðboðunum áfram til Ramos og lét hann taka fyrir sig markspyrnu. Jose Mourinho hefur að sjálfsögðu neitað öllu og Casillas sagðist hafa verið að tala um meiðslin sín við Jerzy Dudek. Pólski varamarkvörðurinn var einmitt kominn fyrir aftan mark Real Madrid til þess að hita upp vegna meiðsla Casillas.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti