Sigurjón að landa stórlaxinum Nicolas Cage 4. maí 2010 06:00 Nicolas Cage skaust upp á stjörnuhimin Hollywood með frammistöðu sinni í Wild at Heart sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi. „Við erum að klára viðræðurnar og vonandi náum við að landa samingnum innan skamms,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sem vinnur að því að semja við stórleikarann Nicolas Cage fyrir væntanlega kvikmynd sem hann framleiðir. Myndin heitir Dark Highway og gerist á þjóðvegi frá sólarupprás til sólarlags. „Hún fjallar um mann sem þarf að ná fundi og er að keyra úti á þjóðvegi. Fljótlega tekur hann eftir því að honum er veitt eftirför og sá aðili er ekki með neitt gott í huga,“ útskýrir Sigurjón en leikstjóri myndarinnar verður að öllum líkindum Bruce McDonald. Christopher Kyle skrifar handritið en Kyle og Sigurjón unnu saman að gerð K19 fyrir allmörgum árum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem leiðir Sigurjóns og Cage liggja saman. Cage lék aðalhlutverkið í hinni margrómuðu Wild at Heart eftir David Lynch, sem Sigurjón framleiddi og skaut leikaranum upp á stjörnuhimininn. Cage var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Adaptation og Leaving Las Vegas og hlaut þau fyrir síðastnefndu myndina. Cage er ekki eina stórstjarnan sem Sigurjón er að landa um þessar mundir því í bígerð er önnur kvikmynd úr hans smiðju, The Killer Elite, með þeim Clive Owen og Jason Statham. -fgg Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Við erum að klára viðræðurnar og vonandi náum við að landa samingnum innan skamms,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sem vinnur að því að semja við stórleikarann Nicolas Cage fyrir væntanlega kvikmynd sem hann framleiðir. Myndin heitir Dark Highway og gerist á þjóðvegi frá sólarupprás til sólarlags. „Hún fjallar um mann sem þarf að ná fundi og er að keyra úti á þjóðvegi. Fljótlega tekur hann eftir því að honum er veitt eftirför og sá aðili er ekki með neitt gott í huga,“ útskýrir Sigurjón en leikstjóri myndarinnar verður að öllum líkindum Bruce McDonald. Christopher Kyle skrifar handritið en Kyle og Sigurjón unnu saman að gerð K19 fyrir allmörgum árum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem leiðir Sigurjóns og Cage liggja saman. Cage lék aðalhlutverkið í hinni margrómuðu Wild at Heart eftir David Lynch, sem Sigurjón framleiddi og skaut leikaranum upp á stjörnuhimininn. Cage var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Adaptation og Leaving Las Vegas og hlaut þau fyrir síðastnefndu myndina. Cage er ekki eina stórstjarnan sem Sigurjón er að landa um þessar mundir því í bígerð er önnur kvikmynd úr hans smiðju, The Killer Elite, með þeim Clive Owen og Jason Statham. -fgg
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira