Hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár 30. september 2010 12:00 the antlers Hljómsveitin The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. Peter Silverman er í miðjunni.nordicphotos/getty Indí-poppararnir í The Antlers spila á Airwaves-hátíðinni í október. Íslensk tónlist er forsprakkanum Peter Silverman afar hjartfólgin. The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í næsta mánuði. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og forsprakki hennar er Peter Silverman. „Ég hef verið að semja og taka upp í langan tíma, mestan hluta ævi minnar. Ég flutti til New York 2006 og þá fór ég að nota nafnið The Antlers. 2007 fór ég að safna saman fleirum í hljómsveitina á meðan ég var að taka upp Hospice,“ segir Silverman í viðtali við Fréttablaðið. Platan Hospice kom út í fyrra og vakti mikla athygli á The Antlers fyrir vel heppnað indí-poppið. Sumir gagnrýnendur töldu hana eina af betri plötum síðasta árs. „Ég gerði plötuna því mér fannst ég þurfa á því að halda. Umfjöllunarefnið á plötunni skipti mig miklu máli en ég bjóst ekki við því að nokkur myndi vilja hlusta á hana. Síðan fékk platan góðar viðtökur og það hefur gert okkur kleift að vera á stöðugri tónleikaferð og lifa af tónlistinni. Ég er mjög ánægður með það og ég gæti ekki beðið um neitt betra,“ segir Silverman og útskýrir að Hospice fjalli um samband á milli tveggja manneskja sem hefur eyðileggingarmátt í för með sér. Tónleikaferðin til að fylgja eftir Hospice stóð yfir í tvö ár og gekk vel. Núna er The Antlers komin heim til New York og er að taka upp næstu plötu. Silverman vonast til að ljúka við hana á þessu ári og tekur fram að upptökurnar muni ekki taka jafnlangan tíma og við gerð Hostice, eða eitt og hálft ár. Á tónleikaferðinni hituðu Silverman og félagar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Editors og The National. „Að hita upp fyrir Editors gaf okkur tækifæri til að sjá hvernig það er að vera í stærri hljómsveit og spila í stórum tónleikahöllum,“ segir hann og bætir við: „Ég hef verið aðdáandi The National í mörg ár og lít mjög upp til þeirra. Það var mikil reynsla fyrir mig að fylgjast með hvernig þeir spila. Ég held að þessi reynsla hafi gert okkur að betri hljómsveit því við vildum sýna að við værum þess verðugir að spila með þeim.“ Silverman hlustaði mikið á My Bloody Valentine og Goodspeed You! Black Emperor á meðan á gerð Hospice stóð. Núna hlustar hann mikið á raftónlist, djassað síðrokk og Bítlana. Íslensk tónlist er honum einnig hjartfólgin, sérstaklega Sigur Rós. „Ég hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár,“ segir hann og nefnir Björk og múm einnig til sögunnar. „Margar hljómsveitir hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskri tónlist og það er hluti af ástæðunni fyrir því að við ákváðum að koma á Iceland Airwaves,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Indí-poppararnir í The Antlers spila á Airwaves-hátíðinni í október. Íslensk tónlist er forsprakkanum Peter Silverman afar hjartfólgin. The Antlers spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í næsta mánuði. Hljómsveitin kemur frá Brooklyn í New York og forsprakki hennar er Peter Silverman. „Ég hef verið að semja og taka upp í langan tíma, mestan hluta ævi minnar. Ég flutti til New York 2006 og þá fór ég að nota nafnið The Antlers. 2007 fór ég að safna saman fleirum í hljómsveitina á meðan ég var að taka upp Hospice,“ segir Silverman í viðtali við Fréttablaðið. Platan Hospice kom út í fyrra og vakti mikla athygli á The Antlers fyrir vel heppnað indí-poppið. Sumir gagnrýnendur töldu hana eina af betri plötum síðasta árs. „Ég gerði plötuna því mér fannst ég þurfa á því að halda. Umfjöllunarefnið á plötunni skipti mig miklu máli en ég bjóst ekki við því að nokkur myndi vilja hlusta á hana. Síðan fékk platan góðar viðtökur og það hefur gert okkur kleift að vera á stöðugri tónleikaferð og lifa af tónlistinni. Ég er mjög ánægður með það og ég gæti ekki beðið um neitt betra,“ segir Silverman og útskýrir að Hospice fjalli um samband á milli tveggja manneskja sem hefur eyðileggingarmátt í för með sér. Tónleikaferðin til að fylgja eftir Hospice stóð yfir í tvö ár og gekk vel. Núna er The Antlers komin heim til New York og er að taka upp næstu plötu. Silverman vonast til að ljúka við hana á þessu ári og tekur fram að upptökurnar muni ekki taka jafnlangan tíma og við gerð Hostice, eða eitt og hálft ár. Á tónleikaferðinni hituðu Silverman og félagar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Editors og The National. „Að hita upp fyrir Editors gaf okkur tækifæri til að sjá hvernig það er að vera í stærri hljómsveit og spila í stórum tónleikahöllum,“ segir hann og bætir við: „Ég hef verið aðdáandi The National í mörg ár og lít mjög upp til þeirra. Það var mikil reynsla fyrir mig að fylgjast með hvernig þeir spila. Ég held að þessi reynsla hafi gert okkur að betri hljómsveit því við vildum sýna að við værum þess verðugir að spila með þeim.“ Silverman hlustaði mikið á My Bloody Valentine og Goodspeed You! Black Emperor á meðan á gerð Hospice stóð. Núna hlustar hann mikið á raftónlist, djassað síðrokk og Bítlana. Íslensk tónlist er honum einnig hjartfólgin, sérstaklega Sigur Rós. „Ég hlustaði á Sigur Rós á hverjum degi í mörg ár,“ segir hann og nefnir Björk og múm einnig til sögunnar. „Margar hljómsveitir hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskri tónlist og það er hluti af ástæðunni fyrir því að við ákváðum að koma á Iceland Airwaves,“ segir hann. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira