Körfubolti

Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfellingar fagna hér í vor.
Snæfellingar fagna hér í vor. Mynd/Daníel
Snæfellingar hafa gefið út heimildamyndina "Leið Okkar Allra" sem eru um körfuboltaliðið þeirra og leið liðsins að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins síðasta vor. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni fór norður fyrir Esjuna.

Heimildamyndin er 37 mínútna löng og spannar allt á síðasta ári, viðtöl og annað tengt þessum sögulega sigri Hólmara sem voru búnir að bíða lengi eftir þeim stóra og oft búnir að komast næstum því alla leið.

Aukaefni er á disknum, þar sem myndir frá síðustu leiktíð og þrír leikir eru einnig. Bikarúrslitaleikurinn gegn Grindavík, Oddaleikurinn gegn KR í undanúrslitunum og oddaleikurinn gegn Keflavík í lokaúrslitunum.

Í myndinni er farið yfir titlana á síðasta tímabili og þar eru viðtöl við marga eins og þjálfarann Inga Þór Steinþórsson, fyrirliðann Hlyn Bæringsson, liðstjórann Rabba, Hafdísi (móður Hlyns) og marga fleiri. Það er hægt að sjá kynninga á myndinni með því að smella hér.

Það má búast við því að myndin verði í flestum jólapökkum í Stykkishólmi en eins er þetta skyldueign fyrir alla körfuboltaunnendur enda örugglega í fyrsta á Íslandi sem svona heimildamynd um Íslandsmeistaralið er gefin út á mynddiski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×