Ískaffi Frú Berglaugar 24. september 2010 14:29 Ískaffið er ofureinfalt og gómsætt. Myndir/GVA Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu. Auk góðra kaffidrykkja býður Frú Berglaug upp á mikið úrval af kökum, einar tíu tegundir, ekki alltaf þær sömu, auk þess sem humarsamlokur og -salöt eru á matseðlinum og klassískur heimilismatur, eins og plokkfiskur og kjötsúpa. Agatha Ýr á Frú Berglaugu. Ískafffi frú Berglaugar 6 klakar tvöfaldur espressó 1 bolli mjólk 2 slettur karamellusíróp 2 msk. þeyttur rjómi smá súkkulaðispænir Setjið ísmola í stórt glas. Hellið kaffinu og mjólkinni út í og hrærið sírópinu vel saman við. Skreytið með þeyttum rjóma og stráið súkkulaðispæni yfir. Bragðast einkar vel með gulrótar- og ostaköku. -jma Drykkir Uppskriftir Mest lesið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu. Auk góðra kaffidrykkja býður Frú Berglaug upp á mikið úrval af kökum, einar tíu tegundir, ekki alltaf þær sömu, auk þess sem humarsamlokur og -salöt eru á matseðlinum og klassískur heimilismatur, eins og plokkfiskur og kjötsúpa. Agatha Ýr á Frú Berglaugu. Ískafffi frú Berglaugar 6 klakar tvöfaldur espressó 1 bolli mjólk 2 slettur karamellusíróp 2 msk. þeyttur rjómi smá súkkulaðispænir Setjið ísmola í stórt glas. Hellið kaffinu og mjólkinni út í og hrærið sírópinu vel saman við. Skreytið með þeyttum rjóma og stráið súkkulaðispæni yfir. Bragðast einkar vel með gulrótar- og ostaköku. -jma
Drykkir Uppskriftir Mest lesið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira