Fótbolti

Rúrik Gíslason sagður á óskalista Stuttgart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason í leik með OB.
Rúrik Gíslason í leik með OB. Nordic Photos / AFP

Rúrik Gíslason er í fjölmiðlum í Stuttgart í Þýskalandi orðaður við knattspyrnulið bæjarins.

Fredi Bobic, fyrrverandi landsliðsmaður Þjóðverja, er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu og hefur fylgst grannt með Rúrik síðan OB vann Stuttgart, 2-1, í Evrópudeild UEFA í haust. Rúrik gekk í raðir OB í fyrra og er hluti af U-21 landsliði Íslands sem keppir á EM í Danmörku næsta sumar auk þess sem hann er fastamaður í A-landsliði Íslands.

Segir í fréttinni að Ásgeir Sigurvinsson, sem varð á sínum tíma meistari með Stuttgart, hafi mælt með Rúrik en hann telur hann ekki hæfileikaminni en Gylfa Þór Sigurðsson sem slegið hefur í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×