Vúddú Einar Már Jónsson skrifar 22. febrúar 2010 06:00 Franskir blaðamenn, sem eru öllum hnútum kunnugir, sögðu nýlega frá því í fréttum að eftir jarðskjálftann í Haítí hafi vúddú-særingar, sem þar eru landlægar, mjög svo færst í aukana. Einn þeirra hafði viðtal við „hougan" nokkurn, en svo eru vúddú-prestar nefndir þar í landi, sem taldi augljóst að andarnir hefðu vitað fyrir um hamfarirnar. Viku fyrir þær hefði hann haldið mikla serimoníu með bænasöng og bumbuslætti ásamt með fleiri prestum í „potomitan" eða hofi, og þá hefðu andarnir að vísu mætt eins og búist var við en verið eitthvað undarlegir, hvorki viljað borða né tala heldur einungis grátið. Jafnvel guðinn Ogou, sem er venjulega svo kátur og reifur, hefði ekki sagt eitt aukatekið orð. Greinilegt var að eitthvað skelfilegt var í aðsigi, þótt menn skildu það ekki þá. Öll þessi guðfræði er hvítum Vesturlandabúum framandi, en hins vegar þekkja þeir aðra hlið á vúddú-kukli, - neikvæðu hliðina þegar særingamenn búa til dúkku af fjandmanni sínum og stinga í hana nálum til að ljósta hann sjálfan einhverjum kaunum og pestum. Dúkkur af því tagi hafa jafnvel verið til sölu í verslunum í París, m.a. í líki Sarkozys, og fylgja nálarnar með. Svo var þó að sjá af greinunum að fréttamennirnir hefðu brosað út í annað þegar þeir voru að skrifa þær, en það ættu þeir ekki að gera. Því íbúar vítt og breitt á Vesturlöndum hafa ekki farið varhluta af sínum eigin vúddú-særingum og þær af hinu grimmasta tagi. Fyrir nokkrum árum fóru ýmsir hagfræðingar frjálshyggjunnar að básúna þá nýju kenningu að með því að lækka skatta mjög mikið, einkum og sérlega á hátekjumönnum og fyrirtækjum, væri hægt að auka skattatekjur ríkisins til muna. Þetta rökstuddu þeir með því að við þessar lækkanir yrðu menn svo glaðir að þeir færu að vinna mun meira en áður - kenningin gengur sem sé út frá því að alltaf sé næga vinnu að fá, o.s.frv. - þá myndu tekjur þeirra hækka verulega og þeir borga meiri skatta í raun þótt hundraðstalan væri lægri. Þetta var svo skýrt með stærðfræðiformúlum sem voru jafn óskiljanlegar og særingaþulur á Haítí. Fljótlega fékk kenningin nafn sem hún hefur síðan gengið undir og var kölluð „vúddú-hagfræði", og fannst sumum að hún vekti áleitna spurningu: skyldu þeir sem halda þessu fram trúa í raun og veru á þessa kenningu sína? Það töldu margir af og frá. Þeir héldu því fram að tilgangurinn væri sá einn að nota þessa nýju hagfræði til að framkalla sem háværasta tómahljóð í ríkiskössum, því það væri segin saga að þegar fjármál hins opinbera væru illa stödd, hvar í heimi sem væri, myndu viðbrögð stjórnmálamanna jafnan verða þau sömu, að byrja á að draga úr kostnaði í félagsmálum af öllu tagi, heilbrigðiskerfi, skólum og slíku. Því strax í upphafi frjálshyggjunnar bjuggu hagfræðingar hennar til líkan, eða dúkku, af því sem þeim var mest nöp við, sem sé velferðarríkinu, - því líkön eru þeirra ær og kýr - og hafa þeir síðan verið í óða önn við að pikka í hana með kenninga-nálum af öllu tagi til að reyna að ráða niðurlögum þessa þjóðfélags, koma því helst til leiðar að sjúkrahúsum verði lokað, nema rándýrum einkaspítölum fyrir auðkýfinga, dregið verði úr framlögum til menntamála, þannig að í staðinn fyrir opinbera skóla komi einkaskólar með háum skólagjöldum, og atvinnuleysisbætur og annað slíkt verði skorið niður við trog, svo ekki sé talað um það fé sem runnið hefur til menningarmála. Þessi vúddú-hagfræði hefur víða borið góðan árangur frá sjónarhóli þeirra sem bjuggu hana til, en nú bætist annað við í sama anda, og það er kreppan. Hún er í raun og veru framhald vúddú-hagfræðinnar og himnasending fyrir frjálshyggjuna, því hennar vegna neyðast jafnvel vinstri stjórnir til að framkvæma þá stefnu sem hún fylgir sem harðast; þótt þær séu á öndverðum meið eiga þær ekki lengur annarra kosta völ en brýna kutana og vaða út í blóðugan niðurskurð á öllu því sem kennt hefur verið við heilbrigðismál, félagsmál og menningu. Þannig er ýmsum helstu atriðum frjálshyggjunnar hrundið í framkvæmd, án þess að frjálshyggjumenn þurfi að koma nálægt því sjálfir og bera á því nokkra minnstu ábyrgð. Þeir geta horft á þetta allt saman skellihlæjandi meðan þeir bíða eftir því að fá aftur upp í hendurnar þau fyrirtæki, banka, skipafélög og annað sem þeir misstu um stundarsakir í kreppunni, hvítþvegin og skuldlaus, ásamt með auðmjúkri beiðni um afsökun fyrir óþægindin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Franskir blaðamenn, sem eru öllum hnútum kunnugir, sögðu nýlega frá því í fréttum að eftir jarðskjálftann í Haítí hafi vúddú-særingar, sem þar eru landlægar, mjög svo færst í aukana. Einn þeirra hafði viðtal við „hougan" nokkurn, en svo eru vúddú-prestar nefndir þar í landi, sem taldi augljóst að andarnir hefðu vitað fyrir um hamfarirnar. Viku fyrir þær hefði hann haldið mikla serimoníu með bænasöng og bumbuslætti ásamt með fleiri prestum í „potomitan" eða hofi, og þá hefðu andarnir að vísu mætt eins og búist var við en verið eitthvað undarlegir, hvorki viljað borða né tala heldur einungis grátið. Jafnvel guðinn Ogou, sem er venjulega svo kátur og reifur, hefði ekki sagt eitt aukatekið orð. Greinilegt var að eitthvað skelfilegt var í aðsigi, þótt menn skildu það ekki þá. Öll þessi guðfræði er hvítum Vesturlandabúum framandi, en hins vegar þekkja þeir aðra hlið á vúddú-kukli, - neikvæðu hliðina þegar særingamenn búa til dúkku af fjandmanni sínum og stinga í hana nálum til að ljósta hann sjálfan einhverjum kaunum og pestum. Dúkkur af því tagi hafa jafnvel verið til sölu í verslunum í París, m.a. í líki Sarkozys, og fylgja nálarnar með. Svo var þó að sjá af greinunum að fréttamennirnir hefðu brosað út í annað þegar þeir voru að skrifa þær, en það ættu þeir ekki að gera. Því íbúar vítt og breitt á Vesturlöndum hafa ekki farið varhluta af sínum eigin vúddú-særingum og þær af hinu grimmasta tagi. Fyrir nokkrum árum fóru ýmsir hagfræðingar frjálshyggjunnar að básúna þá nýju kenningu að með því að lækka skatta mjög mikið, einkum og sérlega á hátekjumönnum og fyrirtækjum, væri hægt að auka skattatekjur ríkisins til muna. Þetta rökstuddu þeir með því að við þessar lækkanir yrðu menn svo glaðir að þeir færu að vinna mun meira en áður - kenningin gengur sem sé út frá því að alltaf sé næga vinnu að fá, o.s.frv. - þá myndu tekjur þeirra hækka verulega og þeir borga meiri skatta í raun þótt hundraðstalan væri lægri. Þetta var svo skýrt með stærðfræðiformúlum sem voru jafn óskiljanlegar og særingaþulur á Haítí. Fljótlega fékk kenningin nafn sem hún hefur síðan gengið undir og var kölluð „vúddú-hagfræði", og fannst sumum að hún vekti áleitna spurningu: skyldu þeir sem halda þessu fram trúa í raun og veru á þessa kenningu sína? Það töldu margir af og frá. Þeir héldu því fram að tilgangurinn væri sá einn að nota þessa nýju hagfræði til að framkalla sem háværasta tómahljóð í ríkiskössum, því það væri segin saga að þegar fjármál hins opinbera væru illa stödd, hvar í heimi sem væri, myndu viðbrögð stjórnmálamanna jafnan verða þau sömu, að byrja á að draga úr kostnaði í félagsmálum af öllu tagi, heilbrigðiskerfi, skólum og slíku. Því strax í upphafi frjálshyggjunnar bjuggu hagfræðingar hennar til líkan, eða dúkku, af því sem þeim var mest nöp við, sem sé velferðarríkinu, - því líkön eru þeirra ær og kýr - og hafa þeir síðan verið í óða önn við að pikka í hana með kenninga-nálum af öllu tagi til að reyna að ráða niðurlögum þessa þjóðfélags, koma því helst til leiðar að sjúkrahúsum verði lokað, nema rándýrum einkaspítölum fyrir auðkýfinga, dregið verði úr framlögum til menntamála, þannig að í staðinn fyrir opinbera skóla komi einkaskólar með háum skólagjöldum, og atvinnuleysisbætur og annað slíkt verði skorið niður við trog, svo ekki sé talað um það fé sem runnið hefur til menningarmála. Þessi vúddú-hagfræði hefur víða borið góðan árangur frá sjónarhóli þeirra sem bjuggu hana til, en nú bætist annað við í sama anda, og það er kreppan. Hún er í raun og veru framhald vúddú-hagfræðinnar og himnasending fyrir frjálshyggjuna, því hennar vegna neyðast jafnvel vinstri stjórnir til að framkvæma þá stefnu sem hún fylgir sem harðast; þótt þær séu á öndverðum meið eiga þær ekki lengur annarra kosta völ en brýna kutana og vaða út í blóðugan niðurskurð á öllu því sem kennt hefur verið við heilbrigðismál, félagsmál og menningu. Þannig er ýmsum helstu atriðum frjálshyggjunnar hrundið í framkvæmd, án þess að frjálshyggjumenn þurfi að koma nálægt því sjálfir og bera á því nokkra minnstu ábyrgð. Þeir geta horft á þetta allt saman skellihlæjandi meðan þeir bíða eftir því að fá aftur upp í hendurnar þau fyrirtæki, banka, skipafélög og annað sem þeir misstu um stundarsakir í kreppunni, hvítþvegin og skuldlaus, ásamt með auðmjúkri beiðni um afsökun fyrir óþægindin.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun