Tvær kreppur 16. október 2010 11:31 Bankakreppan sem reið yfir 2008 var ekki séríslenzkt fyrirbæri, þótt hún yrði dýpri hér en víða annars staðar. Hún hefur leitt af sér eignarýrnun, skattahækkanir, niðurskurð opinberrar þjónustu og aukið atvinnuleysi.Fjármálakreppan hefur komið illa við mörg vestræn ríki en flest eru þau laus við gjaldmiðilskreppuna sem Íslendingar eiga við að etja. Írar, Grikkir og Spánverjar glíma við niðurskurð, skattahækkanir og atvinnuleysi, rétt eins og Íslendingar. Hjá þeim hefur verðbólgan hins vegar ekki ætt af stað eins og gerðist hér þegar krónan hrundi, með tilheyrandi afleiðingum fyrir kaupmátt fólks. Almenningur í evruríkjunum hefur heldur ekki mátt horfa upp á skuldirnar sínar vaxa um tugi prósenta eins og íslenzk heimili hafa gert. Hér hafa skuldirnar rokið upp, annaðhvort vegna þess að þær eru tengdar við verðbólguna sem tók kipp þegar krónan hrundi eða vegna þess að þær voru tengdar við erlenda gjaldmiðla. Við búum sömuleiðis við gjaldeyrishöft og hærri vexti en önnur lönd sem hafa lent í fjármálakreppu, en hvort tveggja er nauðsynlegt til að gengi krónunnar falli ekki enn meira. Að þessu leyti er hlutskipti almennings á Íslandi tvöfalt verra en í ríkjum sem glíma eingöngu við fjármálakreppu.Skuldavandinn sem stjórnvöld einblína nú á er fyrst og fremst afleiðing gjaldeyriskreppunnar. Umræðan snýst um hvernig hægt sé að bjarga þeim sem eru verst settir vegna þess að skuldabyrðin snarjókst. Minna fer fyrir tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir aðra gjaldeyriskreppu og búa íslenzkum almenningi svipuð lánskjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar.Hagsmunasamtök heimilanna hafa krafizt þess að "lánskjör í íslenskum krónum verði samkeppnishæf við þau lönd sem Íslendingar hafa gjarnan borið sig saman við," eins og talsmaður samtakanna orðaði það hér í blaðinu í síðustu viku. Þetta er því miður óframkvæmanlegt án þess að skipta um gjaldmiðil. Kjör á lánum í krónum verða aldrei sambærileg við lánskjör þar sem gjaldmiðlar eru stöðugri. Áhættunnar vegna mun enginn lána íslenzkar krónur nema með einhvers konar verðtryggingu. Af sömu ástæðu verða vextir hér að vera hærri en í nágrannalöndum til að tryggja sparnað; enginn vill eiga krónur nema fá álag á vextina.Augu þeirra sem eru áhugasamir um eignadreifingu í samfélaginu ættu raunar að beinast sérstaklega að vaxtastiginu, því að háir vextir stuðla að stórfelldri eignatilfærslu frá skuldurum til fjármagnseigenda, jafnframt því sem innlendir og erlendir gjaldeyrisbraskarar geta hagnazt á vaxtamuninum, á kostnað lífsgæða almennings.Það er algeng klisja að leggja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið til hliðar á meðan fengizt sé við "brýnni verkefni". Eru mörg verkefni brýnni en að koma okkur út úr gjaldmiðilskreppunni með upptöku evrunnar og tryggja íslenzkum heimilum evrópsk lánskjör? Það mun vissulega taka nokkur ár. Þeim mun meiri ástæða er til að byrja strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Bankakreppan sem reið yfir 2008 var ekki séríslenzkt fyrirbæri, þótt hún yrði dýpri hér en víða annars staðar. Hún hefur leitt af sér eignarýrnun, skattahækkanir, niðurskurð opinberrar þjónustu og aukið atvinnuleysi.Fjármálakreppan hefur komið illa við mörg vestræn ríki en flest eru þau laus við gjaldmiðilskreppuna sem Íslendingar eiga við að etja. Írar, Grikkir og Spánverjar glíma við niðurskurð, skattahækkanir og atvinnuleysi, rétt eins og Íslendingar. Hjá þeim hefur verðbólgan hins vegar ekki ætt af stað eins og gerðist hér þegar krónan hrundi, með tilheyrandi afleiðingum fyrir kaupmátt fólks. Almenningur í evruríkjunum hefur heldur ekki mátt horfa upp á skuldirnar sínar vaxa um tugi prósenta eins og íslenzk heimili hafa gert. Hér hafa skuldirnar rokið upp, annaðhvort vegna þess að þær eru tengdar við verðbólguna sem tók kipp þegar krónan hrundi eða vegna þess að þær voru tengdar við erlenda gjaldmiðla. Við búum sömuleiðis við gjaldeyrishöft og hærri vexti en önnur lönd sem hafa lent í fjármálakreppu, en hvort tveggja er nauðsynlegt til að gengi krónunnar falli ekki enn meira. Að þessu leyti er hlutskipti almennings á Íslandi tvöfalt verra en í ríkjum sem glíma eingöngu við fjármálakreppu.Skuldavandinn sem stjórnvöld einblína nú á er fyrst og fremst afleiðing gjaldeyriskreppunnar. Umræðan snýst um hvernig hægt sé að bjarga þeim sem eru verst settir vegna þess að skuldabyrðin snarjókst. Minna fer fyrir tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir aðra gjaldeyriskreppu og búa íslenzkum almenningi svipuð lánskjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar.Hagsmunasamtök heimilanna hafa krafizt þess að "lánskjör í íslenskum krónum verði samkeppnishæf við þau lönd sem Íslendingar hafa gjarnan borið sig saman við," eins og talsmaður samtakanna orðaði það hér í blaðinu í síðustu viku. Þetta er því miður óframkvæmanlegt án þess að skipta um gjaldmiðil. Kjör á lánum í krónum verða aldrei sambærileg við lánskjör þar sem gjaldmiðlar eru stöðugri. Áhættunnar vegna mun enginn lána íslenzkar krónur nema með einhvers konar verðtryggingu. Af sömu ástæðu verða vextir hér að vera hærri en í nágrannalöndum til að tryggja sparnað; enginn vill eiga krónur nema fá álag á vextina.Augu þeirra sem eru áhugasamir um eignadreifingu í samfélaginu ættu raunar að beinast sérstaklega að vaxtastiginu, því að háir vextir stuðla að stórfelldri eignatilfærslu frá skuldurum til fjármagnseigenda, jafnframt því sem innlendir og erlendir gjaldeyrisbraskarar geta hagnazt á vaxtamuninum, á kostnað lífsgæða almennings.Það er algeng klisja að leggja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið til hliðar á meðan fengizt sé við "brýnni verkefni". Eru mörg verkefni brýnni en að koma okkur út úr gjaldmiðilskreppunni með upptöku evrunnar og tryggja íslenzkum heimilum evrópsk lánskjör? Það mun vissulega taka nokkur ár. Þeim mun meiri ástæða er til að byrja strax.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun