Schumacher bað Barrichello afsökunar 26. ágúst 2010 14:06 Rubens Barrichello og Michael Schumacher hafa setið marga blaðamannafundi á ferlinum og eru hér saman ásamt fleirum fyrir tyrkneska kappaksturinn. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hefur beðið Rubens Barrichello afsökunar á atvikinu í Ungverjalandi, þar sem hann ók í veg fyrir Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar. Autosport.com greindi frá þessu eftir hádegi í dag, en Barrichello fagnar því að mæta í sitt 300 mót um helgina á Spa brautinni um helgina. Dómarar í Þýskalandi dæmdu Schumacher í tíu sæta refsingu fyrir ógætilegan akstur, Hann fær refsinguna eftir að tímatökumn er lokið á laugardag. Hann færist aftur um tíu sæti miðað við aksturstímann í tímatökum. Schumacher sendi Barrichello textaskeyti í morgun í síma. "Það er ekkert vandamál að tala við Rubens. Það voru tvær ástæður fyrir því að senda honum skeyti, ein af aðal ástæðunum er að hann er að keppa í sínu 300 móti og við eigum sögu að baki. Mér fannst við hæfi að óska honum til hamingju og skýra mitt mál. Ef honum fannst að ég hefði ætlað að þrýsta honum upp að vegg, þá var það ekki kappsmál mitt. Ég vildi keppa án snertingar og ef honum fannst sér misboðið, þá þykir mér það leitt", sagði Schumacher á Spa í dag. Hann keppti lengi með Barrichello hjá Ferrari. Barrichello tók ágætlega í málið og sendingu Schumachers. "Ég fékk sms skeyti í dag. Einhver hafði sagt honum að hann hefði þvingað mig út í vegg og hann sagði það ekki rétt mat og baðst afsökunar á því. Ég þakkaði honum og móttók afsökunarbeiðnina og óskaði honum góðs gengis. Lífið heldur áfram", sagði Barrichello. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher hefur beðið Rubens Barrichello afsökunar á atvikinu í Ungverjalandi, þar sem hann ók í veg fyrir Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar. Autosport.com greindi frá þessu eftir hádegi í dag, en Barrichello fagnar því að mæta í sitt 300 mót um helgina á Spa brautinni um helgina. Dómarar í Þýskalandi dæmdu Schumacher í tíu sæta refsingu fyrir ógætilegan akstur, Hann fær refsinguna eftir að tímatökumn er lokið á laugardag. Hann færist aftur um tíu sæti miðað við aksturstímann í tímatökum. Schumacher sendi Barrichello textaskeyti í morgun í síma. "Það er ekkert vandamál að tala við Rubens. Það voru tvær ástæður fyrir því að senda honum skeyti, ein af aðal ástæðunum er að hann er að keppa í sínu 300 móti og við eigum sögu að baki. Mér fannst við hæfi að óska honum til hamingju og skýra mitt mál. Ef honum fannst að ég hefði ætlað að þrýsta honum upp að vegg, þá var það ekki kappsmál mitt. Ég vildi keppa án snertingar og ef honum fannst sér misboðið, þá þykir mér það leitt", sagði Schumacher á Spa í dag. Hann keppti lengi með Barrichello hjá Ferrari. Barrichello tók ágætlega í málið og sendingu Schumachers. "Ég fékk sms skeyti í dag. Einhver hafði sagt honum að hann hefði þvingað mig út í vegg og hann sagði það ekki rétt mat og baðst afsökunar á því. Ég þakkaði honum og móttók afsökunarbeiðnina og óskaði honum góðs gengis. Lífið heldur áfram", sagði Barrichello.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira