Viðskipti erlent

Grikkir komnir í ruslflokk

Lækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum heimsins í kjölfar þess að Standard & Poors settu skuldabréf Grikklands í ruslflokk. Á mörkuðum er ótti um að Grikkland stefni í gjaldþrot. Grikkir eru fyrsta þjóðin á evrusvæðinu til þess að fá á sig ruslflokks stimpilinn. Portúgölsk skuldabréf voru einnig lækkuð í dag og jók það enn á lækkanir á mörkuðum og fall evrunnar.

Þjóðverjar hafa gefið það út að Grikkjum verði forðað frá gjaldþroti og að líkur væru á því að aðstoð til landsins verði aukin enn frekar. Grikkir hafa óskað eftir 40 milljörðum evra frá ríkjum á evrusvæðinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að koma lagi á fjármál sín.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×