Logi á Nordisk Panorma Sigtryggur Magnason skrifar 27. ágúst 2010 08:00 Logi Hilmarsson kvikmyndagerðarmaður. „Þetta er fyrsta stuttmyndin sem mér fannst nógu góð til að ég þyrði að senda hana frá mér," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Logi Hilmarsson. Stuttmynd hans, Þyngdarafl, keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Bergen í Noregi dagana 24. til 29. september. Þyngdarafl var frumsýnd á stuttmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði í vetur og voru móttökurnar svo góðar að Logi ákvað að senda myndina áfram á Nordisk Panorama. „Ég varð svolítið hissa yfir því hvað hún fékk góðar móttökur. Ég var búinn að liggja svo lengi yfir henni að ég var kominn með algjört ógeð, en þegar ég horfði á hana í bíósalnum og sá viðbrögð fólks áttaði ég mig á því að myndin var ekki alslæm," segir Logi. Hann stundaði nám við kvikmyndaskóla í París auk þess sem hann hefur starfað mikið innan kvikmyndabransans hér á landi undanfarin ár. Að sögn Loga fjallar Þyngdarafl um ást, vináttu og trú og áhrif trúarinnar á samband manna. Leikararnir Magnea Valdimarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Damon Younger fara með hlutverk í myndinni. Inntur eftir því hvaða þýðingu þetta hafi á feril hans segir Logi þetta fyrst og fremst mikið hrós. „Þetta er auðvitað mikil viðurkenning fyrir mig sem kvikmyndagerðarmann því það eru fáar myndir sem komast að á hátíðinni og vonandi opnar þetta nýjar dyr í framtíðinni," segir hann og bætir við hlæjandi: „Og nú þarf ég ekki lengur að skammast mín þegar ég segist vera kvikmyndagerðarmaður." Sjónvarpið hefur þegar keypt sýningarréttinn að myndinni og því ættu landsmenn að geta barið hana augum innan tíðar. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Þetta er fyrsta stuttmyndin sem mér fannst nógu góð til að ég þyrði að senda hana frá mér," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Logi Hilmarsson. Stuttmynd hans, Þyngdarafl, keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Bergen í Noregi dagana 24. til 29. september. Þyngdarafl var frumsýnd á stuttmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði í vetur og voru móttökurnar svo góðar að Logi ákvað að senda myndina áfram á Nordisk Panorama. „Ég varð svolítið hissa yfir því hvað hún fékk góðar móttökur. Ég var búinn að liggja svo lengi yfir henni að ég var kominn með algjört ógeð, en þegar ég horfði á hana í bíósalnum og sá viðbrögð fólks áttaði ég mig á því að myndin var ekki alslæm," segir Logi. Hann stundaði nám við kvikmyndaskóla í París auk þess sem hann hefur starfað mikið innan kvikmyndabransans hér á landi undanfarin ár. Að sögn Loga fjallar Þyngdarafl um ást, vináttu og trú og áhrif trúarinnar á samband manna. Leikararnir Magnea Valdimarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Damon Younger fara með hlutverk í myndinni. Inntur eftir því hvaða þýðingu þetta hafi á feril hans segir Logi þetta fyrst og fremst mikið hrós. „Þetta er auðvitað mikil viðurkenning fyrir mig sem kvikmyndagerðarmann því það eru fáar myndir sem komast að á hátíðinni og vonandi opnar þetta nýjar dyr í framtíðinni," segir hann og bætir við hlæjandi: „Og nú þarf ég ekki lengur að skammast mín þegar ég segist vera kvikmyndagerðarmaður." Sjónvarpið hefur þegar keypt sýningarréttinn að myndinni og því ættu landsmenn að geta barið hana augum innan tíðar.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein