Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2010 13:30 Fernando Alonso. Mynd/AP Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Þetta var 18. sigur Ferrrari í ítalska kappakstrinum og þriðji sigur liðsins á þessu tímabili. Michael Schumacher hafði verið síðasti Ferrari-maðurinn til þess að vinna á Monza þegar hann vann sinn fimmta titil á brautinni árið 2006. Mark Webber hjá Red Bull náði aðeins sjötta sætinu í kappakstrinum en það nægði honum þó til þess að koma honum aftur í efsta sætið í keppni ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren féll nefnilega strax út í fyrsta hring þegar hann keyrði utan í Massa og eyðilagði hægra hjólið að framan. Hamilton er í öðru sætinu í stigakeppninni fimm stigum á eftir Webber. Þriðji sigur ársins hjá Fernando Alonso þýðir að hann er 21 stigi á eftir Webber þegar fimm mót eru eftir. Hann er nú búinn að vinna 24 mót á ferli sínum í formúlu eitt.Lokastaðan í Monza-kappakstrinum: 1. Alonso, Ferrari 2. Button, McLaren 3. Massa, Ferrari 4. Vettel, Red Bull 5. Rosberg, Mercedes 6. Webber, Red Bull 7. Hulkenberg, Williams 8. Kubica, Renault 9. Schumacher, Mercedes 10. Barrichello WilliamsStaðan í keppni ökumanna: 1. Webber, Red Bull 187 2. Hamilton, McLaren 182 3. Alonso, Ferrari 166 4. Button, McLaren 165 5. Vettel, Red Bull 163 6. Massa, Ferrari 124 7. Rosberg, Mercedes 112 8. Kubica, Renault 108 Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Þetta var 18. sigur Ferrrari í ítalska kappakstrinum og þriðji sigur liðsins á þessu tímabili. Michael Schumacher hafði verið síðasti Ferrari-maðurinn til þess að vinna á Monza þegar hann vann sinn fimmta titil á brautinni árið 2006. Mark Webber hjá Red Bull náði aðeins sjötta sætinu í kappakstrinum en það nægði honum þó til þess að koma honum aftur í efsta sætið í keppni ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren féll nefnilega strax út í fyrsta hring þegar hann keyrði utan í Massa og eyðilagði hægra hjólið að framan. Hamilton er í öðru sætinu í stigakeppninni fimm stigum á eftir Webber. Þriðji sigur ársins hjá Fernando Alonso þýðir að hann er 21 stigi á eftir Webber þegar fimm mót eru eftir. Hann er nú búinn að vinna 24 mót á ferli sínum í formúlu eitt.Lokastaðan í Monza-kappakstrinum: 1. Alonso, Ferrari 2. Button, McLaren 3. Massa, Ferrari 4. Vettel, Red Bull 5. Rosberg, Mercedes 6. Webber, Red Bull 7. Hulkenberg, Williams 8. Kubica, Renault 9. Schumacher, Mercedes 10. Barrichello WilliamsStaðan í keppni ökumanna: 1. Webber, Red Bull 187 2. Hamilton, McLaren 182 3. Alonso, Ferrari 166 4. Button, McLaren 165 5. Vettel, Red Bull 163 6. Massa, Ferrari 124 7. Rosberg, Mercedes 112 8. Kubica, Renault 108
Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira