Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2010 13:30 Fernando Alonso. Mynd/AP Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Þetta var 18. sigur Ferrrari í ítalska kappakstrinum og þriðji sigur liðsins á þessu tímabili. Michael Schumacher hafði verið síðasti Ferrari-maðurinn til þess að vinna á Monza þegar hann vann sinn fimmta titil á brautinni árið 2006. Mark Webber hjá Red Bull náði aðeins sjötta sætinu í kappakstrinum en það nægði honum þó til þess að koma honum aftur í efsta sætið í keppni ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren féll nefnilega strax út í fyrsta hring þegar hann keyrði utan í Massa og eyðilagði hægra hjólið að framan. Hamilton er í öðru sætinu í stigakeppninni fimm stigum á eftir Webber. Þriðji sigur ársins hjá Fernando Alonso þýðir að hann er 21 stigi á eftir Webber þegar fimm mót eru eftir. Hann er nú búinn að vinna 24 mót á ferli sínum í formúlu eitt.Lokastaðan í Monza-kappakstrinum: 1. Alonso, Ferrari 2. Button, McLaren 3. Massa, Ferrari 4. Vettel, Red Bull 5. Rosberg, Mercedes 6. Webber, Red Bull 7. Hulkenberg, Williams 8. Kubica, Renault 9. Schumacher, Mercedes 10. Barrichello WilliamsStaðan í keppni ökumanna: 1. Webber, Red Bull 187 2. Hamilton, McLaren 182 3. Alonso, Ferrari 166 4. Button, McLaren 165 5. Vettel, Red Bull 163 6. Massa, Ferrari 124 7. Rosberg, Mercedes 112 8. Kubica, Renault 108 Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Þetta var 18. sigur Ferrrari í ítalska kappakstrinum og þriðji sigur liðsins á þessu tímabili. Michael Schumacher hafði verið síðasti Ferrari-maðurinn til þess að vinna á Monza þegar hann vann sinn fimmta titil á brautinni árið 2006. Mark Webber hjá Red Bull náði aðeins sjötta sætinu í kappakstrinum en það nægði honum þó til þess að koma honum aftur í efsta sætið í keppni ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren féll nefnilega strax út í fyrsta hring þegar hann keyrði utan í Massa og eyðilagði hægra hjólið að framan. Hamilton er í öðru sætinu í stigakeppninni fimm stigum á eftir Webber. Þriðji sigur ársins hjá Fernando Alonso þýðir að hann er 21 stigi á eftir Webber þegar fimm mót eru eftir. Hann er nú búinn að vinna 24 mót á ferli sínum í formúlu eitt.Lokastaðan í Monza-kappakstrinum: 1. Alonso, Ferrari 2. Button, McLaren 3. Massa, Ferrari 4. Vettel, Red Bull 5. Rosberg, Mercedes 6. Webber, Red Bull 7. Hulkenberg, Williams 8. Kubica, Renault 9. Schumacher, Mercedes 10. Barrichello WilliamsStaðan í keppni ökumanna: 1. Webber, Red Bull 187 2. Hamilton, McLaren 182 3. Alonso, Ferrari 166 4. Button, McLaren 165 5. Vettel, Red Bull 163 6. Massa, Ferrari 124 7. Rosberg, Mercedes 112 8. Kubica, Renault 108
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira