Formúla 1 á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin 20. október 2010 15:27 Sebastian Vettel vann síðustu keppni sem var í Japan, en keppt verður í Suður Kóreu um næstu helgi. Getty Images: Mark Thompson Undirritaður hefur verið nýr samningur milli 365 miðla og eiganda Formúlu 1 keppninnar um áframhaldandi sjónvarpsrétt til næstu þriggja ára samkvæmt fréttatilkynningu frá 365 miðlum. Í fréttatilkynningunni segir ennfremur; „Samningurinn nær því til þriggja næstu mótaraða, eða til loka árs 2013. Nýi samningurinn ætti að vera mikið fagnaðarefni fyrir alla áhugamenn um Formúlu 1 kappaksturinn enda hefur umfjöllun um Formúlu 1 verið stóraukin og bætt þegar kemur að beinum útsendingum, upphitunarþáttum og samantektarþáttum, eftir að Stöð 2 Sport tryggði sér fyrst sýningaréttinn frá og með árinu 2008. Í ár hefur verið boðið uppá hvorki fleiri né færri en fimm útsendingar um hverja mótshelgi, þar af fjórar í beinni útsendingu. Á föstudögum er byrjað á að sýna frá æfingum keppnisliða, lokaæfingin tekur við á laugardegi, því næst tímatakan og svo að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur sem ávallt er í beinni útsendingu, rétt eins og lokaæfing og tímataka. Því til viðbótar hafa sérfræðingar farið yfir gang mála í kappakstrinum í sérstökum þætti að kappakstri loknum í beinni útsendingu og sýnt allt það athyglisverðasta sem gerðist í móti helgarinnar. Keppnistímabilið í Formúlu 1 hefur sjaldan verið eins spennandi og í ár,en þegar þremur mótum er ólokið eiga fimm ökumenn enn möguleika á meistaratitlinum. Keppt verður á nýrri braut í Suður-Kóreu um næstu helgi. Síðustu tvö mótin verða í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. Á næsta ári verða 20 mótshelgar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en það er fjölgun um eina mótshelgi frá því í ár, þar sem nýtt mót verður á Indlandi. Formúlu 1 kappaksturinn hefst 13. mars í Barhrein á næsta ári og lýkur í Abu Dhabi 27. nóvember en líklegt er talið að 24 ökumenn verði á ráslínu, rétt eins og í ár. Formúla 1 er ein vinsælasta og eftirsóttasta íþrótt sem sýnt er frá í sjónvarpi en hún hefur verið stunduð frá árinu 1950 eða í 60 ár. Allt frá því Stöð 2 Sport hóf sýningar frá Formúlunni í mars 2008 hefur hún fengið hvað mest áhorf allra dagskrárliða stöðvarinnar og unnið sér fastan sess hjá áskrifendum.“ Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Undirritaður hefur verið nýr samningur milli 365 miðla og eiganda Formúlu 1 keppninnar um áframhaldandi sjónvarpsrétt til næstu þriggja ára samkvæmt fréttatilkynningu frá 365 miðlum. Í fréttatilkynningunni segir ennfremur; „Samningurinn nær því til þriggja næstu mótaraða, eða til loka árs 2013. Nýi samningurinn ætti að vera mikið fagnaðarefni fyrir alla áhugamenn um Formúlu 1 kappaksturinn enda hefur umfjöllun um Formúlu 1 verið stóraukin og bætt þegar kemur að beinum útsendingum, upphitunarþáttum og samantektarþáttum, eftir að Stöð 2 Sport tryggði sér fyrst sýningaréttinn frá og með árinu 2008. Í ár hefur verið boðið uppá hvorki fleiri né færri en fimm útsendingar um hverja mótshelgi, þar af fjórar í beinni útsendingu. Á föstudögum er byrjað á að sýna frá æfingum keppnisliða, lokaæfingin tekur við á laugardegi, því næst tímatakan og svo að sjálfsögðu kappaksturinn sjálfur sem ávallt er í beinni útsendingu, rétt eins og lokaæfing og tímataka. Því til viðbótar hafa sérfræðingar farið yfir gang mála í kappakstrinum í sérstökum þætti að kappakstri loknum í beinni útsendingu og sýnt allt það athyglisverðasta sem gerðist í móti helgarinnar. Keppnistímabilið í Formúlu 1 hefur sjaldan verið eins spennandi og í ár,en þegar þremur mótum er ólokið eiga fimm ökumenn enn möguleika á meistaratitlinum. Keppt verður á nýrri braut í Suður-Kóreu um næstu helgi. Síðustu tvö mótin verða í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. Á næsta ári verða 20 mótshelgar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en það er fjölgun um eina mótshelgi frá því í ár, þar sem nýtt mót verður á Indlandi. Formúlu 1 kappaksturinn hefst 13. mars í Barhrein á næsta ári og lýkur í Abu Dhabi 27. nóvember en líklegt er talið að 24 ökumenn verði á ráslínu, rétt eins og í ár. Formúla 1 er ein vinsælasta og eftirsóttasta íþrótt sem sýnt er frá í sjónvarpi en hún hefur verið stunduð frá árinu 1950 eða í 60 ár. Allt frá því Stöð 2 Sport hóf sýningar frá Formúlunni í mars 2008 hefur hún fengið hvað mest áhorf allra dagskrárliða stöðvarinnar og unnið sér fastan sess hjá áskrifendum.“
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira