Býr til myndrænar óperur 30. september 2010 12:15 kraftur Hrafnhildur hrífst af kraftinum í iðrum jarðar og nýtur þess að vinna á gráa svæðinu milli listgreinanna. Hér er hún við uppsetningu eins verka sinna á Liverpool-tvíæringnum.fréttablaðið/kjartan Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tvíæringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur-Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítlaborginni. „Ég hafði heyrt mjög mikið um þessa virtu hátíð og var því mjög ánægð þegar mér var boðið að vera með. Ég setti til að mynda upp einkasýningu í London á síðasta ári og þar á bæ þótti fólki mikið til þess koma að ég tæki þátt í Liverpool-tvíæringnum," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig gengur undir nafninu Shoplifter, en þessa dagana sýnir hún verk sín á einni stærstu nútímalistahátíð í Vestur-Evrópu. Innsetning Hrafnhildar er til húsa í Novas-center menningarsetrinu, en þar sýna listamenn frá löndum á borð við Palestínu og Litháen verk sín, auk þess sem öll Norðurlöndin eiga sína fulltrúa á hátíðinni í svokölluðum Norðurlandaskála. List Hrafnhildar verður til sýnis fram í desember og á þeim tíma munu fjöldamargir listunnendur leggja leið sína í húsið, enda hátíðin afar vinsæl víða um heim. Hrafnhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og flutti árið eftir til New York, þar sem hún stundaði mastersnám í myndlist og hefur alið manninn síðan. „Ég er mjög lánsöm því þar er ég með vinnustofu og hef getað sinnt listinni og sýnt mjög mikið. Bæði hef ég verið með einkasýningar víða um heim og einnig tekið þátt í samstarfsverkefnum og fleiru, svo það er alltaf nóg að gera. Svo vann ég líka hárskúlptúr sem Björk Guðmundsdóttir var með á umslagi plötu sinnar Medúlla, sem var mjög skemmtilegt," segir Hrafnhildur. Eiginmaður Hrafnhildar er pólskur og eiga þau tvö börn. „Við förum til Íslands og Póllands á sumrin og þetta er mikið ævintýri." Að undanförnu hefur Hrafnhildur unnið mikið með eld og hár, sem eru ráðandi í innsetningu hennar á tvíæringnum. „Ég reyni eftir fremsta megni að búa til hádramatísk verk sem má í raun líkja við óperur," segir listakonan. „Það er erfitt að líkja eftir eldi, en ég nýti ljósmyndir af glóð og eldi sem ég tók í Póllandi og prenta svo á gagnsæjan pappír og klippi til að ná þessum krafti úr iðrum jarðar sem ég hrífst mikið af," segir Hrafnhildur, en hún kannar einnig list- og myndræna möguleika hárs í verkum sínum og notar til þess bæði mannshár og gervihár. „Ég nýt þess að vinna á gráu svæði og fara yfir mörk listgreinanna," segir Hrafnhildur. kjartan@frettabladid.is Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tvíæringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur-Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítlaborginni. „Ég hafði heyrt mjög mikið um þessa virtu hátíð og var því mjög ánægð þegar mér var boðið að vera með. Ég setti til að mynda upp einkasýningu í London á síðasta ári og þar á bæ þótti fólki mikið til þess koma að ég tæki þátt í Liverpool-tvíæringnum," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig gengur undir nafninu Shoplifter, en þessa dagana sýnir hún verk sín á einni stærstu nútímalistahátíð í Vestur-Evrópu. Innsetning Hrafnhildar er til húsa í Novas-center menningarsetrinu, en þar sýna listamenn frá löndum á borð við Palestínu og Litháen verk sín, auk þess sem öll Norðurlöndin eiga sína fulltrúa á hátíðinni í svokölluðum Norðurlandaskála. List Hrafnhildar verður til sýnis fram í desember og á þeim tíma munu fjöldamargir listunnendur leggja leið sína í húsið, enda hátíðin afar vinsæl víða um heim. Hrafnhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og flutti árið eftir til New York, þar sem hún stundaði mastersnám í myndlist og hefur alið manninn síðan. „Ég er mjög lánsöm því þar er ég með vinnustofu og hef getað sinnt listinni og sýnt mjög mikið. Bæði hef ég verið með einkasýningar víða um heim og einnig tekið þátt í samstarfsverkefnum og fleiru, svo það er alltaf nóg að gera. Svo vann ég líka hárskúlptúr sem Björk Guðmundsdóttir var með á umslagi plötu sinnar Medúlla, sem var mjög skemmtilegt," segir Hrafnhildur. Eiginmaður Hrafnhildar er pólskur og eiga þau tvö börn. „Við förum til Íslands og Póllands á sumrin og þetta er mikið ævintýri." Að undanförnu hefur Hrafnhildur unnið mikið með eld og hár, sem eru ráðandi í innsetningu hennar á tvíæringnum. „Ég reyni eftir fremsta megni að búa til hádramatísk verk sem má í raun líkja við óperur," segir listakonan. „Það er erfitt að líkja eftir eldi, en ég nýti ljósmyndir af glóð og eldi sem ég tók í Póllandi og prenta svo á gagnsæjan pappír og klippi til að ná þessum krafti úr iðrum jarðar sem ég hrífst mikið af," segir Hrafnhildur, en hún kannar einnig list- og myndræna möguleika hárs í verkum sínum og notar til þess bæði mannshár og gervihár. „Ég nýt þess að vinna á gráu svæði og fara yfir mörk listgreinanna," segir Hrafnhildur. kjartan@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira