Umfjöllun: Keflvíkingar í vænlegri stöðu eftir sigur í Njarðvík Elvar Geir Magnússon skrifar 8. apríl 2010 20:58 Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Það var mikil stemning í Njarðvík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm boltum snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköstum en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varnarleik. Í öðrum fjórðungi voru Keflvíkingar með öll tök og Gunnar Einarsson í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunnarsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðunginn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og formsatriði fyrir gestina að klára leikinn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi vænlegri stöðu. Lið Keflvíkinga var að leika virkilega vel í gær og hreinlega keyrði yfir Njarðvíkinga. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslitunum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. Njarðvík-Keflavík 79-103 (21-22, 15-29, 16-26, 27-26)Njarðvík: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 13/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2.Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Það var mikil stemning í Njarðvík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm boltum snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköstum en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varnarleik. Í öðrum fjórðungi voru Keflvíkingar með öll tök og Gunnar Einarsson í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunnarsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðunginn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og formsatriði fyrir gestina að klára leikinn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi vænlegri stöðu. Lið Keflvíkinga var að leika virkilega vel í gær og hreinlega keyrði yfir Njarðvíkinga. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslitunum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. Njarðvík-Keflavík 79-103 (21-22, 15-29, 16-26, 27-26)Njarðvík: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 13/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2.Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira