Umfjöllun: Keflavík eyðilagði teitið hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. mars 2010 20:47 Það var hart barist í DHL-höllinni í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar sýndu frábæran körfubolta í síðari hálfleik gegn KR og lönduðu glæsilegum sigri, 92-100. KR hefði orðið deildarmeistari með sigri en Keflvíkingar höfðu greinilega engan áhuga á að horfa á KR fagna í leikslok og ákváðu því að eyðilegga teitið. KR var skrefi á undan í fyrsta leikhluta en hreinlega rúllaði yfir gestina í öðum leikhluta. Þá fóru Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson á kostum á meðan það stóð ekki steinn yfir steini í leik Keflvíkinga. Ef ekki hefði verið fyrir Uruele Igbavbova þá hefði munurinn verið meiri en 17 stig í leikhléi. 52-35 í hálfleik. KR-ingar voru rænulausir og ótrúlega ragir í upphafi síðari hálfleiks. Baráttuglaðir Keflvíkingar fóru að keyra í andlitið á þeim og spila hörkuvörn. KR var ekki til í þann slag. Smám saman minnkaði forskotið og Keflavík komst yfir áður en leikhlutinn var allur og leiddi eftir hann, 68-73. KR reyndi að spyrna við fótum í lokaleikhlutanum en það var ekki nóg. Keflvíkingar gáfu ekki eftir og lönduðu sanngjörnum sigri. Drealon Burns, sem gárungarnir eru farnir að kalla Mr. Burns, og Uruela Igbavbova voru magnaðir í Keflavíkurliðinu. Hörður Axel átti síðan stórbrotin síðari hálfleik eftir að hafa verið meðvitundarlaus í fyrri hálfleik. Sigurður Þorsteinsson var drjúgur og Gunnar Einarsson setti tóninn með mögnuðum körfum í upphafi síðari hálfleiks. Pavel og Brynjar Þór voru magnaðir í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir og gerðu sig seka um of mörg mistök í þeim síðari. Tommy Johnson fékk að spila allt of mikið og tók hvert glórulausa skotið á fætur öðru. Hnefaleikakappinn Tommy "Boom Boom" Johnson hefði nýst liðinu betur í þessum leik. Nýi Kaninn, Morgan Lewis, hefði svo allt eins getað verið heima hjá sér að lesa Morgan Kane því hann gat ekkert. Átti eina frábæra viðstöðulausa troðslu en það var allt og sumt. KR-Keflavík 92-100 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 27, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 17 (10 frák., 10 stoðs.), Fannar Ólafsson 11, Morgan Lewis 8, Darri Hilmarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 5.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 29, Uruele Igbavbova 25, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Sigurður Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Keflvíkingar sýndu frábæran körfubolta í síðari hálfleik gegn KR og lönduðu glæsilegum sigri, 92-100. KR hefði orðið deildarmeistari með sigri en Keflvíkingar höfðu greinilega engan áhuga á að horfa á KR fagna í leikslok og ákváðu því að eyðilegga teitið. KR var skrefi á undan í fyrsta leikhluta en hreinlega rúllaði yfir gestina í öðum leikhluta. Þá fóru Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson á kostum á meðan það stóð ekki steinn yfir steini í leik Keflvíkinga. Ef ekki hefði verið fyrir Uruele Igbavbova þá hefði munurinn verið meiri en 17 stig í leikhléi. 52-35 í hálfleik. KR-ingar voru rænulausir og ótrúlega ragir í upphafi síðari hálfleiks. Baráttuglaðir Keflvíkingar fóru að keyra í andlitið á þeim og spila hörkuvörn. KR var ekki til í þann slag. Smám saman minnkaði forskotið og Keflavík komst yfir áður en leikhlutinn var allur og leiddi eftir hann, 68-73. KR reyndi að spyrna við fótum í lokaleikhlutanum en það var ekki nóg. Keflvíkingar gáfu ekki eftir og lönduðu sanngjörnum sigri. Drealon Burns, sem gárungarnir eru farnir að kalla Mr. Burns, og Uruela Igbavbova voru magnaðir í Keflavíkurliðinu. Hörður Axel átti síðan stórbrotin síðari hálfleik eftir að hafa verið meðvitundarlaus í fyrri hálfleik. Sigurður Þorsteinsson var drjúgur og Gunnar Einarsson setti tóninn með mögnuðum körfum í upphafi síðari hálfleiks. Pavel og Brynjar Þór voru magnaðir í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir og gerðu sig seka um of mörg mistök í þeim síðari. Tommy Johnson fékk að spila allt of mikið og tók hvert glórulausa skotið á fætur öðru. Hnefaleikakappinn Tommy "Boom Boom" Johnson hefði nýst liðinu betur í þessum leik. Nýi Kaninn, Morgan Lewis, hefði svo allt eins getað verið heima hjá sér að lesa Morgan Kane því hann gat ekkert. Átti eina frábæra viðstöðulausa troðslu en það var allt og sumt. KR-Keflavík 92-100 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 27, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 17 (10 frák., 10 stoðs.), Fannar Ólafsson 11, Morgan Lewis 8, Darri Hilmarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 5.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 29, Uruele Igbavbova 25, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Sigurður Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum