Hamilton slær Button ekki út af laginu 18. mars 2010 13:16 Jenson Button í hópi margra af bestu ökumönnum heims í Formúlu 1. mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button, núrverandi meistari., segir að Lewis Hamilton hafi ekkert slegið sig útaf laginu þó að hann hafi náð betri árangri í fyrsta móti ársins með McLaren. Button gekk til liðs við McLaren í vetur og vildi keppa við Hamilton af fullu afli. Fannst spennandi kostur að mæta honum á samskonar ökutæki. „Sjálfstraust mitt er í góðu lagi. Hamilton er frábær ökumaður, eins og flestir á ráslínunni eru. Hann hefur reynslu af McLaren og ég hef ekki trú á því að hann hafi verið fljótari en ég tímatökum útaf því. Það er jafn leikur á milli okkar, en ég þarf að finna uppsetningu í bílnum sem hentar mér. Tæknimennirnir hafa hlustað á hugmyndir mínar og það hefur komið að notum", sagði Button í spjalli sem birtist á vefsíðu Autosport. „Ég var ekki ánægður með hvernig bíllinn var í tímatökunni og þarf að bæta það. En við vorum svekktir með stöðuna, aðallega hvað tímann varðar í fyrsta bíl. En bíllinn reyndist vel í keppninni hvað hraða varðar. Ég hefði viljað fá fleiri stig, en tel að við getum færst ofar í næsta móti," sagði Button sem keppir í Ástralíu um aðra helgi. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Jenson Button, núrverandi meistari., segir að Lewis Hamilton hafi ekkert slegið sig útaf laginu þó að hann hafi náð betri árangri í fyrsta móti ársins með McLaren. Button gekk til liðs við McLaren í vetur og vildi keppa við Hamilton af fullu afli. Fannst spennandi kostur að mæta honum á samskonar ökutæki. „Sjálfstraust mitt er í góðu lagi. Hamilton er frábær ökumaður, eins og flestir á ráslínunni eru. Hann hefur reynslu af McLaren og ég hef ekki trú á því að hann hafi verið fljótari en ég tímatökum útaf því. Það er jafn leikur á milli okkar, en ég þarf að finna uppsetningu í bílnum sem hentar mér. Tæknimennirnir hafa hlustað á hugmyndir mínar og það hefur komið að notum", sagði Button í spjalli sem birtist á vefsíðu Autosport. „Ég var ekki ánægður með hvernig bíllinn var í tímatökunni og þarf að bæta það. En við vorum svekktir með stöðuna, aðallega hvað tímann varðar í fyrsta bíl. En bíllinn reyndist vel í keppninni hvað hraða varðar. Ég hefði viljað fá fleiri stig, en tel að við getum færst ofar í næsta móti," sagði Button sem keppir í Ástralíu um aðra helgi.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira