Umfjöllun: KR-ingar byrja tímabilið af krafti Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2010 23:10 Mynd/Daníel KR-ingar unnu virkilega fínan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í Vesturbænum í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en KR-ingar voru of sterkir og unnu 108-90 í hörkuleik. Stjörnumenn virtust ætla byrja leikinn af krafti en þeir skoruðu fyrstu tvær körfur leiksins. Sú forysta hélst nú ekki lengi og heimamenn tóku strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 26-14 fyrir KR og Stjarnan virtist vera ennþá í sumarfríi. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu gestirnir aftur á móti að rétta aðeins úr kútnum og minnkuðu muninn í 33-28 með flautukörfu frá Fannari Frey Helgasyni. Flautukarfa Fannars hafði lítið að segja því KR-ingar byrjuðu annan leikhluta gríðarlega vel. Fljótlega voru heimamenn komnir með 17 stiga forskot, 50-33. Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru að spila sérstaklega vel fyrir KR-inga og það var hausverkur Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, að finna leið til að stoppa þá í síðari hálfleiknum. KR-ingar höfðu 14 stiga forystu í hálfleik, 56 - 42. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og komust fljótlega í 66-46 og gestirnir virtust sigraðir. Smá saman fóru Stjörnumenn að minnka muninn og heimamenn virtust ætla hleypa þeim inn í leikinn. Staðan var 75-62 fyrir KR eftir þrjá leikhluta en það sást á leik gestanna að þeir voru hvergi nærri hættir. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi og Stjörnumenn héldu áfram að saxa á forskot KR-inga. Gestirnir náðu að jafna leikinn 84-84 þegar lítið var eftir og komust síðan yfir í næstu sókn. Þegar um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, að fiska villu á gestina og jafnar leikinn á vítapunktinum. Stjörnumenn vildi fá dæmdan ruðning en svo var ekki. Framlengja þurfti leikinn og það var strax ljóst á fyrstu mínútu framlengingarinnar að gestirnir höfðu notað alla sína orku í að jafna leikinn. KR-ingar rúlluðu yfir Stjörnumenn í Framlengingunni og unnu öruggan sigur 109-90. Pavel Ermolinskij var gjörsamlega óstöðvandi í liði KR en hann náði þrefaldri tvennu. Pavel skoraði skoraði 22 stig, náði 14 fráköstum og gaf 11 stoðsendingar. Breiddin hjá KR-ingum var hreinlega of mikil fyrir gestina og þeir voru einfaldlega orkumeiri í framlengingunni.Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8, Marcus Walker 7/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/4 fráköst, Martin Hermannsson 3..Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 17/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 17, Marvin Valdimarsson 11/4 fráköst, Jovan Zdravevski 10/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birgir Björn Pétursson 7/10 fráköst, Guðjón Lárusson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
KR-ingar unnu virkilega fínan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í Vesturbænum í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en KR-ingar voru of sterkir og unnu 108-90 í hörkuleik. Stjörnumenn virtust ætla byrja leikinn af krafti en þeir skoruðu fyrstu tvær körfur leiksins. Sú forysta hélst nú ekki lengi og heimamenn tóku strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 26-14 fyrir KR og Stjarnan virtist vera ennþá í sumarfríi. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu gestirnir aftur á móti að rétta aðeins úr kútnum og minnkuðu muninn í 33-28 með flautukörfu frá Fannari Frey Helgasyni. Flautukarfa Fannars hafði lítið að segja því KR-ingar byrjuðu annan leikhluta gríðarlega vel. Fljótlega voru heimamenn komnir með 17 stiga forskot, 50-33. Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru að spila sérstaklega vel fyrir KR-inga og það var hausverkur Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, að finna leið til að stoppa þá í síðari hálfleiknum. KR-ingar höfðu 14 stiga forystu í hálfleik, 56 - 42. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og komust fljótlega í 66-46 og gestirnir virtust sigraðir. Smá saman fóru Stjörnumenn að minnka muninn og heimamenn virtust ætla hleypa þeim inn í leikinn. Staðan var 75-62 fyrir KR eftir þrjá leikhluta en það sást á leik gestanna að þeir voru hvergi nærri hættir. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi og Stjörnumenn héldu áfram að saxa á forskot KR-inga. Gestirnir náðu að jafna leikinn 84-84 þegar lítið var eftir og komust síðan yfir í næstu sókn. Þegar um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, að fiska villu á gestina og jafnar leikinn á vítapunktinum. Stjörnumenn vildi fá dæmdan ruðning en svo var ekki. Framlengja þurfti leikinn og það var strax ljóst á fyrstu mínútu framlengingarinnar að gestirnir höfðu notað alla sína orku í að jafna leikinn. KR-ingar rúlluðu yfir Stjörnumenn í Framlengingunni og unnu öruggan sigur 109-90. Pavel Ermolinskij var gjörsamlega óstöðvandi í liði KR en hann náði þrefaldri tvennu. Pavel skoraði skoraði 22 stig, náði 14 fráköstum og gaf 11 stoðsendingar. Breiddin hjá KR-ingum var hreinlega of mikil fyrir gestina og þeir voru einfaldlega orkumeiri í framlengingunni.Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8, Marcus Walker 7/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/4 fráköst, Martin Hermannsson 3..Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 17/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 17, Marvin Valdimarsson 11/4 fráköst, Jovan Zdravevski 10/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birgir Björn Pétursson 7/10 fráköst, Guðjón Lárusson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti