Misjafn situr á þingi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. september 2010 06:00 Fólk opinberar misjafnleg viðhorf sín til samkynhneigðar þessa dagana eftir að Jenis av Rana, þingmaður og formaður Miðjuflokksins í Færeyjum vildi ekki setjast til borðs með íslenska forsætisráherranum og konu hennar. Flestir Færeyingar dauðskammast sín og segja viðhorf Jenis av Rana alls ekki endurspegla viðhorf Færeyinga almennt. Þeim svíður að fjallað sé um málið í fjölmiðlum, sérstaklega í dönskum fjölmiðlum og vilja ekki sýnast þröngsýn og forpokuð smáþjóð í augum stóra bróðurs. Þegar Færeyingar hlupu undir bagga og lánuðu okkur fullt af peningum eftir að við höfðum gloprað niður öllum okkar aurum og meiru til, voru þeir svo sannarlega ekki forpokuð smáþjóð í okkar augum. Sjálfsagt þótti einhverjum Íslendingnum erfitt að viðurkenna að litlu frændur okkar væru meiri menn en margur. Hlakkar jafnvel í þeim núna að geta aftur hrisst hausinn yfirlætislega yfir þessum frændum okkar, hvað þeir geta verið gamaldags, þröngsýnir og púkó. Það finnast þó hér einstaklingar sem deila viðhorfum Jenis av Rana. Það sýna stuðningsbréf sem nokkrir Íslendingar hafa sent Jenis og hann lesið upp og látið birta í fjölmiðlum, nafnlaus reyndar. Þar vitnar fólk í Biblíuna og ber fyrir sig orði Guðs. Talar um að íslenskt samfélag sé á vonarvöl vegna kynvillu! Þrátt fyrir að hér sé loksins staðfest með lögum að samkynhneigðir hafi jafnan rétt til að ganga í heilagt hjónaband er hér enn að finna finna þröngsýnt fólk. Við höfum merkilega lítið um það að segja hver sest í háttvirt þingsæti í lýðræðisríkinu Íslandi enda kjósum við flokka, ekki fólk þangað inn. Það situr því allskonar fólk á þingi. Misjafnlega innrætt með misjafnar skoðanir, misjafnlega tengt og með misjafnan feril að baki. Einhverjir íslenskir ráðamenn hafa sagt álit sitt á upphlaupi Jenis av Rana. Utanríkisráðherra sagði ummælin vera Jenis til skammar. Fjármálaráðherra sagði þau dapurleg og varpa skugga á opinbera heimsókn forsætisráðherrans til Færeyja. Einn af þeim háttvirtu þingmönnum sem tjáðu sig um orð Jenisar sagði þó eitthvað á þá leið að virða skildi skoðanir Jenis av Rana, hann væri grundvallarmaður! Jenis av Rana er í forsvari fyrir hinn kristilega arm í Færeyjum og því mætti ímynda sér að sá háttvirti hafi meint að Jenis sé maður hinna 10 grundvallarreglna kristninnar, boðorðanna tíu. Sjálfur hefði hann þá jafnvel mátt skerpa á boðorði númer 7. áður en hann taldi sig eiga erindi á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Neitaði að snæða með forsætisráðherra Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Fólk opinberar misjafnleg viðhorf sín til samkynhneigðar þessa dagana eftir að Jenis av Rana, þingmaður og formaður Miðjuflokksins í Færeyjum vildi ekki setjast til borðs með íslenska forsætisráherranum og konu hennar. Flestir Færeyingar dauðskammast sín og segja viðhorf Jenis av Rana alls ekki endurspegla viðhorf Færeyinga almennt. Þeim svíður að fjallað sé um málið í fjölmiðlum, sérstaklega í dönskum fjölmiðlum og vilja ekki sýnast þröngsýn og forpokuð smáþjóð í augum stóra bróðurs. Þegar Færeyingar hlupu undir bagga og lánuðu okkur fullt af peningum eftir að við höfðum gloprað niður öllum okkar aurum og meiru til, voru þeir svo sannarlega ekki forpokuð smáþjóð í okkar augum. Sjálfsagt þótti einhverjum Íslendingnum erfitt að viðurkenna að litlu frændur okkar væru meiri menn en margur. Hlakkar jafnvel í þeim núna að geta aftur hrisst hausinn yfirlætislega yfir þessum frændum okkar, hvað þeir geta verið gamaldags, þröngsýnir og púkó. Það finnast þó hér einstaklingar sem deila viðhorfum Jenis av Rana. Það sýna stuðningsbréf sem nokkrir Íslendingar hafa sent Jenis og hann lesið upp og látið birta í fjölmiðlum, nafnlaus reyndar. Þar vitnar fólk í Biblíuna og ber fyrir sig orði Guðs. Talar um að íslenskt samfélag sé á vonarvöl vegna kynvillu! Þrátt fyrir að hér sé loksins staðfest með lögum að samkynhneigðir hafi jafnan rétt til að ganga í heilagt hjónaband er hér enn að finna finna þröngsýnt fólk. Við höfum merkilega lítið um það að segja hver sest í háttvirt þingsæti í lýðræðisríkinu Íslandi enda kjósum við flokka, ekki fólk þangað inn. Það situr því allskonar fólk á þingi. Misjafnlega innrætt með misjafnar skoðanir, misjafnlega tengt og með misjafnan feril að baki. Einhverjir íslenskir ráðamenn hafa sagt álit sitt á upphlaupi Jenis av Rana. Utanríkisráðherra sagði ummælin vera Jenis til skammar. Fjármálaráðherra sagði þau dapurleg og varpa skugga á opinbera heimsókn forsætisráðherrans til Færeyja. Einn af þeim háttvirtu þingmönnum sem tjáðu sig um orð Jenisar sagði þó eitthvað á þá leið að virða skildi skoðanir Jenis av Rana, hann væri grundvallarmaður! Jenis av Rana er í forsvari fyrir hinn kristilega arm í Færeyjum og því mætti ímynda sér að sá háttvirti hafi meint að Jenis sé maður hinna 10 grundvallarreglna kristninnar, boðorðanna tíu. Sjálfur hefði hann þá jafnvel mátt skerpa á boðorði númer 7. áður en hann taldi sig eiga erindi á þing.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun