Menningararður Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. október 2010 09:23 Hingað til hefur verið nokkuð almenn sátt hér á landi um að það séu viss samfélagsleg verðmæti í því að greiða listamönnum laun úr opinberum sjóðum. Að undanförnu hefur sú skoðun gert vart við sig að listir séu fyrst og fremst samfélagslegur lúxus sem við höfum ekki efni á á krepputímum; eins konar andlegt súkkulaði sem fýkur um leið og við þurfum að herða sultarólina. Þetta er misskilningur. Listsköpun er ekki aðeins nærandi, hún er beinlínis nauðsynleg hverju samfélagi sem vill kenna sig við lýðræði. Ef vel tekst til fær listamaðurinn fólk til að sjá veröldina frá nýju sjónarhorni og til að efast um hið óbreytta ástand. Hann vekur okkur til umhugsunar, stuðlar að samræðu og eflir samkennd. Þetta er límið í lýðræði. Það er ekki tilviljun að listamenn eru einatt í hópi þeirra fyrstu sem harðstjórar reyna að koma böndum á. Listamenn eru óvinir einræðis, einsleitni, ofstopa og kúgunar. Bækur eru ekki bannaðar fyrir að vera listrænt flúr, þær eru bannaðar af því að þær geta grafið undan heilu valdakerfi. Nýbakaður friðarverðlaunahafi Nóbels, Liu Xiaobo, er ljóðskáld. Hann er í fangelsi fyrir andóf gegn valdstjórninni í Kína. Í Noregi eru sumir að fá bakþanka yfir að hafa veitt honum friðarverðlaunin því þeir óttast að verða af verðmætum fiskmörkuðum í Kína. Út af ljóðskáldi. Á Íslandi eigum við að heita óhult fyrir ofsóknum vegna skoðana okkar. Markaðssamfélagið fer hins vegar aðrar leiðir til að halda aftur af hinum óstýrilátu: það elur á andúð í garð þeirra; kallar þá afætur sem svipta annað fólk læknisþjónustu. Liu Xiaobo yrði ekki settur í fangelsi hér á landi en honum yrði sagt að fá sér "eðlilega vinnu". Ein af afleiðingum markaðshyggjunnar er að listamenn hafa þurft að réttlæta tilvist sína á forsendum hennar - að þeir búi víst til peninga. Fyrir vikið verður sjálf listsköpunin - það sem ljær starfi þeirra merkingu - að aukaafurð. Samkvæmt þeirri forskrift fékk Halldór Laxness ekki Nóbelsverðlaun af því að hann var merkilegur rithöfundur, heldur var hann merkilegur rithöfundur af því að hann fékk Nóbelsverðlaun. Andúðin á listamannalaunum snýst ekki einu sinni um arðsemi sem slíka. Listamenn gætu allt eins sýnt fram á sýndargróða í formi arðs af taprekstri; fulltrúar markaðarins myndu samt líta á það sem meiri "verðmætasköpun" en sjálfa afurðina sem listamaðurinn býr til. Markmiðið er að steypa alla í sama mót og beygja undir eitt hugmyndakerfi, þar sem er ekki pláss fyrir efa og mótþróa. Höfum við efni á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Nóbelsverðlaun Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun
Hingað til hefur verið nokkuð almenn sátt hér á landi um að það séu viss samfélagsleg verðmæti í því að greiða listamönnum laun úr opinberum sjóðum. Að undanförnu hefur sú skoðun gert vart við sig að listir séu fyrst og fremst samfélagslegur lúxus sem við höfum ekki efni á á krepputímum; eins konar andlegt súkkulaði sem fýkur um leið og við þurfum að herða sultarólina. Þetta er misskilningur. Listsköpun er ekki aðeins nærandi, hún er beinlínis nauðsynleg hverju samfélagi sem vill kenna sig við lýðræði. Ef vel tekst til fær listamaðurinn fólk til að sjá veröldina frá nýju sjónarhorni og til að efast um hið óbreytta ástand. Hann vekur okkur til umhugsunar, stuðlar að samræðu og eflir samkennd. Þetta er límið í lýðræði. Það er ekki tilviljun að listamenn eru einatt í hópi þeirra fyrstu sem harðstjórar reyna að koma böndum á. Listamenn eru óvinir einræðis, einsleitni, ofstopa og kúgunar. Bækur eru ekki bannaðar fyrir að vera listrænt flúr, þær eru bannaðar af því að þær geta grafið undan heilu valdakerfi. Nýbakaður friðarverðlaunahafi Nóbels, Liu Xiaobo, er ljóðskáld. Hann er í fangelsi fyrir andóf gegn valdstjórninni í Kína. Í Noregi eru sumir að fá bakþanka yfir að hafa veitt honum friðarverðlaunin því þeir óttast að verða af verðmætum fiskmörkuðum í Kína. Út af ljóðskáldi. Á Íslandi eigum við að heita óhult fyrir ofsóknum vegna skoðana okkar. Markaðssamfélagið fer hins vegar aðrar leiðir til að halda aftur af hinum óstýrilátu: það elur á andúð í garð þeirra; kallar þá afætur sem svipta annað fólk læknisþjónustu. Liu Xiaobo yrði ekki settur í fangelsi hér á landi en honum yrði sagt að fá sér "eðlilega vinnu". Ein af afleiðingum markaðshyggjunnar er að listamenn hafa þurft að réttlæta tilvist sína á forsendum hennar - að þeir búi víst til peninga. Fyrir vikið verður sjálf listsköpunin - það sem ljær starfi þeirra merkingu - að aukaafurð. Samkvæmt þeirri forskrift fékk Halldór Laxness ekki Nóbelsverðlaun af því að hann var merkilegur rithöfundur, heldur var hann merkilegur rithöfundur af því að hann fékk Nóbelsverðlaun. Andúðin á listamannalaunum snýst ekki einu sinni um arðsemi sem slíka. Listamenn gætu allt eins sýnt fram á sýndargróða í formi arðs af taprekstri; fulltrúar markaðarins myndu samt líta á það sem meiri "verðmætasköpun" en sjálfa afurðina sem listamaðurinn býr til. Markmiðið er að steypa alla í sama mót og beygja undir eitt hugmyndakerfi, þar sem er ekki pláss fyrir efa og mótþróa. Höfum við efni á því?
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun