Hamilton fær refsingu í Japan 9. október 2010 13:37 Það hefur gengið á ýmsu hjá Lewis Hamilton þessa mótshelgina og honum verður refsað eftir tímatökuna í nótt. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir miðnætti. í frétt á autosport.com sagðist starfsmaður McLaren hafa séð óeðlilegan olíuleka á bíl Hamiltons í lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Talið var að búið hefði verið að lagfæra lekann, en í ljós kom á meðan beðið var eftir því að tímatakan hæfist að eitthvað var mikið að. Liðið ákvað því að skipta um gírkassa í bíl Hamiltons og samkvæmt reglum þýðir það að hann fær fimm sæta refsingu eftir að tímatökunni lýkur. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og hann keyrði bíl sinn útaf á fyrri æfingunni á föstudag og skemmdi hann mikið. Tapaði þar með dýrmætum aksturstíma á seinni æfingunni, þar sem langan tíma tók að laga bíl hans. Það er því ýmislegt búið að vinna á móti Hamilton, sem er þó sannur baráttujaxl, en hann hefur engu að síður fallið úr leik í tveimur mótum í röð eftir samstuð við keppinaut í brautinni. Hamilton er meðal fimm ökumanna sem er að berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1 þegar fjórum mótum er ólokið. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir miðnætti. í frétt á autosport.com sagðist starfsmaður McLaren hafa séð óeðlilegan olíuleka á bíl Hamiltons í lokaæfingunni fyrir tímatökuna. Talið var að búið hefði verið að lagfæra lekann, en í ljós kom á meðan beðið var eftir því að tímatakan hæfist að eitthvað var mikið að. Liðið ákvað því að skipta um gírkassa í bíl Hamiltons og samkvæmt reglum þýðir það að hann fær fimm sæta refsingu eftir að tímatökunni lýkur. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og hann keyrði bíl sinn útaf á fyrri æfingunni á föstudag og skemmdi hann mikið. Tapaði þar með dýrmætum aksturstíma á seinni æfingunni, þar sem langan tíma tók að laga bíl hans. Það er því ýmislegt búið að vinna á móti Hamilton, sem er þó sannur baráttujaxl, en hann hefur engu að síður fallið úr leik í tveimur mótum í röð eftir samstuð við keppinaut í brautinni. Hamilton er meðal fimm ökumanna sem er að berjast um meistaratitilinn í Formúlu 1 þegar fjórum mótum er ólokið.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira