Denzel hinn mikli 11. nóvember 2010 06:00 Stórleikari Denzel Washington er skærasta blökkumannastjarnan í kvikmyndaheiminum. Hann var fyrsti blökkumaðurinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og hefur um árabil verið í fremstu röð kvikmyndaleikara í Hollywood. Denzel Washington er einn af merkilegustu og fremstu svörtu leikurunum í sögu Hollywood og verður eflaust minnst í sömu andrá og Sidney Poitier, sem ruddi brautina upp á silfurtjaldið fyrir þeldökka Bandaríkjamenn. Nýjasta kvikmynd Denzel, Unstoppable, er dæmigerð amerísk hasarmynd þar sem Tony Scott er lestarstjóri. Mótleikari Washington og lærlingur í myndinni er Chris Pine, stjarnan úr síðustu Star Trek-mynd. Unstoppable segir frá tveimur starfsmönnum járnbrautarfyrirtækis sem taka að sér það hlutverk að koma í veg fyrir að stjórnlaus lest, full af eitur- og sprengiefnum, valdi eyðileggingu í nálægum smábæjum. Myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2001 í Ohio þegar vörulest keyrði stjórnlaus eftir lestarteinum með stórhættulegar eiturgufur innanborðs. Kvikmyndir eins og Unstoppable hafa hins vegar ekki gert Denzel Washington að einum áhrifamesta blökkumanninum í Hollywood. Denzel byrjaði eins og flestir leikarar í Ameríku, í sjónvarpi. Hann vakti fyrst athygli í sjónvarpsseríunni St. Elsewhere þar sem hann lék dr. Phillip Chandler. En árið 1987 varð flestum ljóst að ferli Denzel í sjónvarpi var að ljúka. Þá lék hann suður-afrísku frelsishetjuna Steven Biko í Cry Freedom á móti Kevin Kline. Hann fylgdi þeirri frammistöðu eftir með stórleik í Glory en fyrir túlkun sína á strokuþrælnum Trip fékk Denzel Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þar með var ferill hans næstum gulltryggður, hann fékk stór hlutverk í rándýrum hasarmyndum á milli þess sem hann túlkaði sögufræga menn á borð við blökkumannaleiðtogann Malcolm X, Rubin „Hurricane" Carter og heróín-innflytjandann Frank Lucas í American Gangster. Denzel þykir mikið kyntákn, hann ratar yfirleitt hátt á lista yfir kynþokkafyllstu kvikmyndastjörnur allra tíma. Persónur hans eru yfirleitt með ríka réttlætiskennd og leikur hans þykir oft vera nokkuð „dramatískur". Denzel veit yfirleitt alltaf best á hvíta tjaldinu og lætur ekki bjóða sér neitt kjaftæði eða vaða yfir sig. Það kemur því kannski ekkert á óvart að pabbi leikarans skuli vera þekktur prestur og mikill predikari í hvítasunnusöfnuði í New York, sá bakgrunnur er oft augljós þegar persónur hans eru skoðaðar. Hins vegar verður það aldrei tekið af Denzel að hann var fyrsti svarti karlleikarinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, árið 2002 þegar hann lék spilltu lögguna Alonzo Harris í Training Day. Sidney Poiter hafði fengið styttuna góðu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Lilies of the Field árið 1964. Og slíkur árangur er varðveittur í réttindabaráttu svartra. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
Denzel Washington er einn af merkilegustu og fremstu svörtu leikurunum í sögu Hollywood og verður eflaust minnst í sömu andrá og Sidney Poitier, sem ruddi brautina upp á silfurtjaldið fyrir þeldökka Bandaríkjamenn. Nýjasta kvikmynd Denzel, Unstoppable, er dæmigerð amerísk hasarmynd þar sem Tony Scott er lestarstjóri. Mótleikari Washington og lærlingur í myndinni er Chris Pine, stjarnan úr síðustu Star Trek-mynd. Unstoppable segir frá tveimur starfsmönnum járnbrautarfyrirtækis sem taka að sér það hlutverk að koma í veg fyrir að stjórnlaus lest, full af eitur- og sprengiefnum, valdi eyðileggingu í nálægum smábæjum. Myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2001 í Ohio þegar vörulest keyrði stjórnlaus eftir lestarteinum með stórhættulegar eiturgufur innanborðs. Kvikmyndir eins og Unstoppable hafa hins vegar ekki gert Denzel Washington að einum áhrifamesta blökkumanninum í Hollywood. Denzel byrjaði eins og flestir leikarar í Ameríku, í sjónvarpi. Hann vakti fyrst athygli í sjónvarpsseríunni St. Elsewhere þar sem hann lék dr. Phillip Chandler. En árið 1987 varð flestum ljóst að ferli Denzel í sjónvarpi var að ljúka. Þá lék hann suður-afrísku frelsishetjuna Steven Biko í Cry Freedom á móti Kevin Kline. Hann fylgdi þeirri frammistöðu eftir með stórleik í Glory en fyrir túlkun sína á strokuþrælnum Trip fékk Denzel Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þar með var ferill hans næstum gulltryggður, hann fékk stór hlutverk í rándýrum hasarmyndum á milli þess sem hann túlkaði sögufræga menn á borð við blökkumannaleiðtogann Malcolm X, Rubin „Hurricane" Carter og heróín-innflytjandann Frank Lucas í American Gangster. Denzel þykir mikið kyntákn, hann ratar yfirleitt hátt á lista yfir kynþokkafyllstu kvikmyndastjörnur allra tíma. Persónur hans eru yfirleitt með ríka réttlætiskennd og leikur hans þykir oft vera nokkuð „dramatískur". Denzel veit yfirleitt alltaf best á hvíta tjaldinu og lætur ekki bjóða sér neitt kjaftæði eða vaða yfir sig. Það kemur því kannski ekkert á óvart að pabbi leikarans skuli vera þekktur prestur og mikill predikari í hvítasunnusöfnuði í New York, sá bakgrunnur er oft augljós þegar persónur hans eru skoðaðar. Hins vegar verður það aldrei tekið af Denzel að hann var fyrsti svarti karlleikarinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, árið 2002 þegar hann lék spilltu lögguna Alonzo Harris í Training Day. Sidney Poiter hafði fengið styttuna góðu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Lilies of the Field árið 1964. Og slíkur árangur er varðveittur í réttindabaráttu svartra. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira