20 ára Mexíkani ráðinn til Sauber 4. október 2010 15:02 Japaninn Kamui Kobayashi fær mexíkanskan ökumann sér við hlið hjá Sauber á næsta ári. Mynd: Getty Images Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu. Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber til loka ársins og tilkynning liðsins um ráðningu Perez hljóta að vera erfiðar fréttir fyrir hann. Heidfeld var áður varökumaður Mercedes og vann síðan í skamman tíma fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann. Það er allavega ljóst að Heidfeld verður ekki aðalökumaður liðsins 2011. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á þessu ári og varð í öðru sæti. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó, en hann hóf ferlinni í kart kappakstri og vann fimm meistaramót í þeirri grein. Þá keppti hann í Formúlu BMW og síðar í Formúlu 3 í Bretlandi í landsflokki og vann 14 mót. Hann varð svo fjórði í alþjóðlega flokknum í Formúlu 3. "Formúla 1 er draumur allra ungra ökumanna og nú er sá draumur að rætast hjá mér. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og stórt verkefni", sagði Perez í tilkynningu frá Sauber. "Ég er stoltur af því að verða fulltrúi lands míns í hæstu gráðu akstursíþrótta. Ég vil þakka Peter Sauber traustið og mun gera allt til að nýta þetta tækifæri sem best", sagði Perez. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins hefur veirð naskur að finna unga ökumenn gegnum tíðina. "Sergio hefur verið í uppsveiflu síðustu ár og hefur sýnt baráttuþrek á síðustu keppnistímabilum. Hann er tilbúinn að stíga skrefið upp í Formúlu 1. Ég hlakka til að vinna með honum og er ekki í vafa að Sergio Perez og Kamui Kobayashi verða sterkt ökumannspar", sagði Sauber. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu. Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber til loka ársins og tilkynning liðsins um ráðningu Perez hljóta að vera erfiðar fréttir fyrir hann. Heidfeld var áður varökumaður Mercedes og vann síðan í skamman tíma fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann. Það er allavega ljóst að Heidfeld verður ekki aðalökumaður liðsins 2011. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á þessu ári og varð í öðru sæti. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó, en hann hóf ferlinni í kart kappakstri og vann fimm meistaramót í þeirri grein. Þá keppti hann í Formúlu BMW og síðar í Formúlu 3 í Bretlandi í landsflokki og vann 14 mót. Hann varð svo fjórði í alþjóðlega flokknum í Formúlu 3. "Formúla 1 er draumur allra ungra ökumanna og nú er sá draumur að rætast hjá mér. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og stórt verkefni", sagði Perez í tilkynningu frá Sauber. "Ég er stoltur af því að verða fulltrúi lands míns í hæstu gráðu akstursíþrótta. Ég vil þakka Peter Sauber traustið og mun gera allt til að nýta þetta tækifæri sem best", sagði Perez. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins hefur veirð naskur að finna unga ökumenn gegnum tíðina. "Sergio hefur verið í uppsveiflu síðustu ár og hefur sýnt baráttuþrek á síðustu keppnistímabilum. Hann er tilbúinn að stíga skrefið upp í Formúlu 1. Ég hlakka til að vinna með honum og er ekki í vafa að Sergio Perez og Kamui Kobayashi verða sterkt ökumannspar", sagði Sauber.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira