Troðslukóngurinn Ólafur Ólafsson, úr Grindavík, kom sá og sigraði í troðslukeppninni á Stjörnuhátíð KKÍ í dag. Ólafur lagði Guðmund Darra Sigurðsson úr Haukum í úrslitum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
Í forkeppninni voru sjö þátttakendur og voru þeir Ólafur og Guðmundur Darri stigahæstir eftir fyrstu umferðina.
Í úrslitunum sem voru í hálfleik á Stjörnuleiknum sýndu þessir kappar flotta takta en svo fór að dómnefnd taldi Ólaf standa sig betur.
Ólafur var einnig troðslumeistari árið 2008 í Keflavík.
Stjörnuhátíð KKÍ: Ólafur Ólafsson troðslumeistari
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn



55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn


