Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford er á leið til landsins og mun líklega spila með Njarðvík út þetta tímabil.
Njarðvíkingar hafa gert munnlegt samkomulag við Bradford um að leika með liðinu en Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, sagði í samtali við karfan.is að ekkert væri öruggt fyrr en búið væri að skrifa undir.
Bradford lék með finnska liðinu Kataja í vetur en var rekinn frá félaginu vegna ummæla um liðsfélaga hans sem birtust á Twitter-síðu hans.
Hann lék með Grindavík á síðari hluta tímabilsins í fyrra og stóð sig þá mjög vel.