Íþróttaandinn færði Red Bull tvo titla 15. nóvember 2010 07:39 Christian Horner fagnar Sedbastin Vettel ásamt Adrian Newey. Mynd: Getty Images Christian Horner hjá Red Bull telur að sterkur liðsandi hjá Red Bull hafi fært þeim báða meistaratitla í Formúlu 1, en Sebastian Vettel tryggði liðinu titil ökumanna í gær. Um síðustu helgi vann liðið titil bílasmiða. Um tíma virtist allt upp í loft á milli Mark Webber og Vettels og mikið fjaðrafok varð í fjölmiðlum fyrir næsta síðasta mót ársins vegna yfirlýsinga frá Webber um að Red Bull væri að hygla að Vettel. Tókst að lægja öldurnar, en engu að síður var samkeppninsandi á milli þeirra fyrir lokamótið í gær. "Þessir strákar hafa verið frábærir íþróttamenn og þetta hefur verið frábært ár fyrir Formúlu 1. Það að hafa gert þetta á réttan hátt inn á brautinni og án liðsskipanna og það að sá besti vann á endanum, þannig á þetta að vera", sagði Horner í frétt á autosport.com. Nokkuð var rætt um hvort Vettel myndi víkja í brautinni fyrir Webber, ef sú staða hefði komið upp í mótinu að slíkt þyrfti til að Red Bull næði titli ökumanna, frekar en Ferrari og Fernando Alonso. Til þess kom aldrei, þar sem Alonso gekk ekki nógu vel í mótinu. Hann þurfti fjórða sæti ef Webber ynni, en varð aðeins sjöundi. "Ég efast ekki um að Vettel hefði hjálpað. Hann er liðsmaður, en ég hefði aldrei beðið hann að víkja. Það hefði verið hans ákvörðun", sagði Horner. Vettel og Webber verða áfram hjá Red Bull á næsta ári "Mark er hluti af liðinu og frábær ökumaður sem fær annað færi á næsta ári. Hann pressaði á Vettel til lokamótsins og stundum hefur verið stutt í kveikjuþræðinum á milli þeirra og gengið upp og niður. Sebastian leiddi meistaramótið á réttum tíma, í síðasta mótinu. Hann getur verið stoltur af árangrinum", sagði Horner. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull telur að sterkur liðsandi hjá Red Bull hafi fært þeim báða meistaratitla í Formúlu 1, en Sebastian Vettel tryggði liðinu titil ökumanna í gær. Um síðustu helgi vann liðið titil bílasmiða. Um tíma virtist allt upp í loft á milli Mark Webber og Vettels og mikið fjaðrafok varð í fjölmiðlum fyrir næsta síðasta mót ársins vegna yfirlýsinga frá Webber um að Red Bull væri að hygla að Vettel. Tókst að lægja öldurnar, en engu að síður var samkeppninsandi á milli þeirra fyrir lokamótið í gær. "Þessir strákar hafa verið frábærir íþróttamenn og þetta hefur verið frábært ár fyrir Formúlu 1. Það að hafa gert þetta á réttan hátt inn á brautinni og án liðsskipanna og það að sá besti vann á endanum, þannig á þetta að vera", sagði Horner í frétt á autosport.com. Nokkuð var rætt um hvort Vettel myndi víkja í brautinni fyrir Webber, ef sú staða hefði komið upp í mótinu að slíkt þyrfti til að Red Bull næði titli ökumanna, frekar en Ferrari og Fernando Alonso. Til þess kom aldrei, þar sem Alonso gekk ekki nógu vel í mótinu. Hann þurfti fjórða sæti ef Webber ynni, en varð aðeins sjöundi. "Ég efast ekki um að Vettel hefði hjálpað. Hann er liðsmaður, en ég hefði aldrei beðið hann að víkja. Það hefði verið hans ákvörðun", sagði Horner. Vettel og Webber verða áfram hjá Red Bull á næsta ári "Mark er hluti af liðinu og frábær ökumaður sem fær annað færi á næsta ári. Hann pressaði á Vettel til lokamótsins og stundum hefur verið stutt í kveikjuþræðinum á milli þeirra og gengið upp og niður. Sebastian leiddi meistaramótið á réttum tíma, í síðasta mótinu. Hann getur verið stoltur af árangrinum", sagði Horner.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira