Þýsk blaðakona skrifar bók um atferli Íslendinga 30. september 2010 06:00 Greinir íslenska lifnaðarhætti Þýski blaðamaðurinn Alva Gerhmann er að skrifa bók um hina íslensku leið til að lifa lífinu sem kemur út í Þýskalandi næsta sumar.Fréttablaðið/valli „Ég er búin að komast að því að þið Íslendingar skipuleggjið ykkur ekki mikið fram í tímann. Það er mjög ólíkt því sem ég á að venjast frá mínu heimalandi,“ segir þýski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Alva Gerhmann sem er að skrifa bókina The Icelandic way of living sem kemur út í Þýskalandi næsta sumar. Í bókinni ætlar Gerhmann að varpa ljósi á hvernig Íslendingar takast á við lífið og vill hún meina að Þjóðverjar geti lært heilmikið af þjóðinni. En af hverju bók um Ísland af öllum löndum? „Hrunið og eldgosið hefur óneitanlega beint sviðsljósinu að Íslandi upp á síðkastið og tilfinning mín er sú að Þjóðverjum finnist Ísland vera eitt af mest framandi löndum í Evrópu. Samfélagið hér er forvitnilegt og mér finnst Íslendingar lifa eins og þeir vilja lifa. Hella sér út í hluti án þess að hugsa sig of mikið um. Hvatvísir og framandi fyrir Þjóðverja eins og mig.“ Á meðal viðmælanda hennar um íslenskt samfélag eru rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, borgarstjórinn Jón Gnarr og fjölmiðlakonan Tobba Marinósdóttir. Gerhmann segist ekki ætla að einblína of mikið á hrunið í bókinni þó að vissulega verði einn kafli um það hvernig íslenska þjóðin bregst við krísum. „Ég var stödd hérna síðasta vor þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa og verður því gert skil í þessum krísukafla,“ segir hún. „Annars er til dæmis fjallað um stefnumótamenningu Íslendinga eða vöntunina á þeirri menningu í einum kafla.“ Gehrman er með mikla reynslu af blaðamennsku og hefur skrifað fyrir stór dagblöð á borð við Financial Times, Die Zeit og spiegel.de. „Mér fannst ekki nóg að koma hingað og taka bara viðtöl við innfædda. Ég vildi búa og lifa eins og Íslendingur í smá tíma. Kynnast því að vera hvatvís og hugsa þetta reddast,“ segir Gerhmann hlæjandi en hún hefur búið hér með hléum síðan snemma í vor. Gerhmann yfirgefur landið eftir nokkra daga en ætlar að snúa aftur eftir áramót og leggja lokahönd á bókina. „Ég er ekki að vinna bókina eins og Íslendingur heldur eins og Þjóðverji. Hægt og rólega.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
„Ég er búin að komast að því að þið Íslendingar skipuleggjið ykkur ekki mikið fram í tímann. Það er mjög ólíkt því sem ég á að venjast frá mínu heimalandi,“ segir þýski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Alva Gerhmann sem er að skrifa bókina The Icelandic way of living sem kemur út í Þýskalandi næsta sumar. Í bókinni ætlar Gerhmann að varpa ljósi á hvernig Íslendingar takast á við lífið og vill hún meina að Þjóðverjar geti lært heilmikið af þjóðinni. En af hverju bók um Ísland af öllum löndum? „Hrunið og eldgosið hefur óneitanlega beint sviðsljósinu að Íslandi upp á síðkastið og tilfinning mín er sú að Þjóðverjum finnist Ísland vera eitt af mest framandi löndum í Evrópu. Samfélagið hér er forvitnilegt og mér finnst Íslendingar lifa eins og þeir vilja lifa. Hella sér út í hluti án þess að hugsa sig of mikið um. Hvatvísir og framandi fyrir Þjóðverja eins og mig.“ Á meðal viðmælanda hennar um íslenskt samfélag eru rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, borgarstjórinn Jón Gnarr og fjölmiðlakonan Tobba Marinósdóttir. Gerhmann segist ekki ætla að einblína of mikið á hrunið í bókinni þó að vissulega verði einn kafli um það hvernig íslenska þjóðin bregst við krísum. „Ég var stödd hérna síðasta vor þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa og verður því gert skil í þessum krísukafla,“ segir hún. „Annars er til dæmis fjallað um stefnumótamenningu Íslendinga eða vöntunina á þeirri menningu í einum kafla.“ Gehrman er með mikla reynslu af blaðamennsku og hefur skrifað fyrir stór dagblöð á borð við Financial Times, Die Zeit og spiegel.de. „Mér fannst ekki nóg að koma hingað og taka bara viðtöl við innfædda. Ég vildi búa og lifa eins og Íslendingur í smá tíma. Kynnast því að vera hvatvís og hugsa þetta reddast,“ segir Gerhmann hlæjandi en hún hefur búið hér með hléum síðan snemma í vor. Gerhmann yfirgefur landið eftir nokkra daga en ætlar að snúa aftur eftir áramót og leggja lokahönd á bókina. „Ég er ekki að vinna bókina eins og Íslendingur heldur eins og Þjóðverji. Hægt og rólega.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira