Raikkönen vill keppa aftur í Formúlu 1 með Renault 14. september 2010 13:10 Kimi Raikkönen hefur ekið með Citroen í rallakstri á þessu ári. Mynd: Getty Images Finninn Kimi Raikkönen sem keppir í rallakstri með Citroen þessa dagana hefur áhuga á því að keyra fyrir lið Renault í Formúlu 1 árið 2011. Raikkönen var hjá Ferrari i tvö ár, en var leystur undan samningi fyrir árið í ár svo Fernando Alonso gæti tekið sæti hans. Ferrari greiddi Raikkönen laun út árið. Autosport.com greindi frá því í dag að Raikkönen hafi nálgast Renault og sýnt því áhuga að keyra með liðinu ásamt Robert Kubica á næsta ári, en Renault er enn að meta hvort liðið heldur í Rússann Vitaly Petrov á næsta ári. Hann þarf að standa sig vel í næstu mótum ef það á að ganga eftir. "Hann er á radarnum og hafði samband við okkur", sagði Eric Boullier í frétt á autosport.com í dag. Hann segir að Petrov sé inn í myndinni, ef hann geti sýnt meiri stöðugleika í mótum. Aðspurður um hvort liðið þyrfti að haga málum öðruvísi ef Raikkönen keyrði fyrir liðið sagði Boullier. "Það yrði annars konar keppnisplan í gagni og það er ekki spurning um persónuleikanna. Það kostar meira að fá mann sem er meistari en ekki. Það eru önnur vinnubrögð í kringum nýliða, heldur en þegar þú ert með tvo reynda ökumenn", sagði Boullier. Hann sagði Petrov í forgangi eins og er, en Raikkönen er meðal annarra möguleika sem liðið hefur upp á að hlaupa, gangi málin ekki eftir með Petrov. Ákvörðun um málið verður tekin fyrir lok tímabilsins. Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen sem keppir í rallakstri með Citroen þessa dagana hefur áhuga á því að keyra fyrir lið Renault í Formúlu 1 árið 2011. Raikkönen var hjá Ferrari i tvö ár, en var leystur undan samningi fyrir árið í ár svo Fernando Alonso gæti tekið sæti hans. Ferrari greiddi Raikkönen laun út árið. Autosport.com greindi frá því í dag að Raikkönen hafi nálgast Renault og sýnt því áhuga að keyra með liðinu ásamt Robert Kubica á næsta ári, en Renault er enn að meta hvort liðið heldur í Rússann Vitaly Petrov á næsta ári. Hann þarf að standa sig vel í næstu mótum ef það á að ganga eftir. "Hann er á radarnum og hafði samband við okkur", sagði Eric Boullier í frétt á autosport.com í dag. Hann segir að Petrov sé inn í myndinni, ef hann geti sýnt meiri stöðugleika í mótum. Aðspurður um hvort liðið þyrfti að haga málum öðruvísi ef Raikkönen keyrði fyrir liðið sagði Boullier. "Það yrði annars konar keppnisplan í gagni og það er ekki spurning um persónuleikanna. Það kostar meira að fá mann sem er meistari en ekki. Það eru önnur vinnubrögð í kringum nýliða, heldur en þegar þú ert með tvo reynda ökumenn", sagði Boullier. Hann sagði Petrov í forgangi eins og er, en Raikkönen er meðal annarra möguleika sem liðið hefur upp á að hlaupa, gangi málin ekki eftir með Petrov. Ákvörðun um málið verður tekin fyrir lok tímabilsins.
Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira