Viðskipti erlent

Risavaxinn túnfiskur seldur á 4,6 milljónir

Risavaxinn bláuggatúnfiskur var seldur á Tsukiji fiskmarkaðinum í Tókýó fyrir 4,6 milljónir króna í vikunni.

Fiskurinn var 445 kíló að þyngd og þar með sá næststærsti sem seldur hefur verið á þessum markaði. Metið á túnfiskur sem seldur var 1989 en sá var 497 kíló að þyngd.

Afar sjaldgæft er að bláuggatúnfiskar verði stærri en 400 kíló. Umræddur fiskur var fluttur inn til Japan.

Bláuggaúnfiskar sem veiddir eru við Honshu eyju í Japan er þeir dýrustu í heimi. Einn slíkur, 232 kíló að þyngd, var seldur s.l.vetur á yfir 20 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×