Leikkonan Jessica Alba hefði ekkert á móti því að vera með leggi eins og brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen.
Hún segist engu að síður vera ánægð með líkamann sinn.

„Þegar ég var yngri lagði móðir mín áherslu á að ég kynni að meta líkama minn. Hún sagði mér að gera gott úr því sem ég hefði og að ég ætti ekki að kvarta," sagði Alba.
„Stelpur þurfa að kunna að meta líkama sína og átta sig á því að þær eiga aldrei eftir að líta alveg eins út og einhver annar."