Hamilton harðskeyttur en sigrar ekki 21. apríl 2010 11:04 Jenson Button er þrepi ofar Hamilton hvað sigra í mótum varðar. Hann vann í Kína á sunnudaginn og Hamilton varð annar. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. En Hamilton er að skoða að breyta aðeins um akstursstíl, þar sem Jenson Button, liðsfélagi hans hefur unnið tvö mót en hann ekkert. "Ég hef ekið af kappi, en hef ekki landað sigrum, en Jenson er með tvo, sem er frábært fyrir hann. Ég hef farið erfiðu leiðina og hann þá auðveldu", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér finnst ég hafa ekið vel, en hann hefur tekið réttar ákvarðanir og farið léttu leiðina. Ég hef farið erfiðu leiðina og náð góðum árangri, en brátt mun ég fara auðveldu leiðina. Við eigum báðir möguleika á titlinum." "Það góða við okkur Jenson er að við viljum báðir vinna, en hann er mjög klár og er ekki aggresívur karakter, né heldur ég. Hvorugur okkar vill lenda í óhappi og skemma sigurmöguleika okkar. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd." "Ég átti alltaf von á því að Jenson næði árangri og veit að hann mun samgleðjast mér þegar allt gengur upp. Það er mikilvægt að landa sigrum og Jenson er með tvo, en ég er bara 11 stigum á eftir. Ég hef náð góðum stigum. Ég mun þrýsta á stráknna sem vinna með mér næstu tvær vikurnar fyrir mótið á Spáni. Bíllinn ætti að virka vel þar." Margir spáðu í það að Hamilton myndi vera í fyrirrúmi hjá McLaren, þegar Button gekk til liðs við McLaren. En það hefur ekki verið raunin, þeir fá sömu þjónustu og Button fékk meira að segja nokkra tæknimenn sem höfðu starfað með Hamilton í fyrra. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum. En Hamilton er að skoða að breyta aðeins um akstursstíl, þar sem Jenson Button, liðsfélagi hans hefur unnið tvö mót en hann ekkert. "Ég hef ekið af kappi, en hef ekki landað sigrum, en Jenson er með tvo, sem er frábært fyrir hann. Ég hef farið erfiðu leiðina og hann þá auðveldu", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér finnst ég hafa ekið vel, en hann hefur tekið réttar ákvarðanir og farið léttu leiðina. Ég hef farið erfiðu leiðina og náð góðum árangri, en brátt mun ég fara auðveldu leiðina. Við eigum báðir möguleika á titlinum." "Það góða við okkur Jenson er að við viljum báðir vinna, en hann er mjög klár og er ekki aggresívur karakter, né heldur ég. Hvorugur okkar vill lenda í óhappi og skemma sigurmöguleika okkar. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd." "Ég átti alltaf von á því að Jenson næði árangri og veit að hann mun samgleðjast mér þegar allt gengur upp. Það er mikilvægt að landa sigrum og Jenson er með tvo, en ég er bara 11 stigum á eftir. Ég hef náð góðum stigum. Ég mun þrýsta á stráknna sem vinna með mér næstu tvær vikurnar fyrir mótið á Spáni. Bíllinn ætti að virka vel þar." Margir spáðu í það að Hamilton myndi vera í fyrirrúmi hjá McLaren, þegar Button gekk til liðs við McLaren. En það hefur ekki verið raunin, þeir fá sömu þjónustu og Button fékk meira að segja nokkra tæknimenn sem höfðu starfað með Hamilton í fyrra.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira