Vírus- og ruslpóstsárás í gangi á Facebook 23. september 2010 10:42 Danskir fjölmiðlar greina frá því að í augnablikinu standi tölvuþrjótar fyrir umfangsmikilli tölvuvírus- og ruslpóstsárás á Facebook. Danskir notendur Facebook eru beðnir um að fara varlega. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þúsundir notenda Facebook hafi fengið póst sem virðist vera frá vefsíðunni sjálfri. Reynt er að lokka notendurnar til þess að opna viðhengi sem fylgir póstinum. Sé viðhengið opnað kemur fljótlega fram tilkynning um að tölvan sé sýkt af vírus og að maður eigi að flýta sér að kaupa vírusvarnaforrit til að fjarlægja ógnina. Sé það gert græða tölvuþrjótarnir fé og jafnframt tekst þeim að lauma vírus inn í tölvuna. Vírusárásin er aftur á móti ormur af þeirri tegund sem rænir lykilorðum og krítarkortaupplýsingum frá viðkomandi tövlueigenda. Sérfræðingur hjá tölvuöryggisfyrirtækinu CSIS segir að svo virðist sem verið sé að reyna að dreifa vírusnum meðal sem flestra Facebooknotenda. Það fylgir sögunni að þeir sem nota Mac-tölvur þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu vandamáli þar sem tölvuþrjótarnir einbeiti sér að Windows forritum. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danskir fjölmiðlar greina frá því að í augnablikinu standi tölvuþrjótar fyrir umfangsmikilli tölvuvírus- og ruslpóstsárás á Facebook. Danskir notendur Facebook eru beðnir um að fara varlega. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þúsundir notenda Facebook hafi fengið póst sem virðist vera frá vefsíðunni sjálfri. Reynt er að lokka notendurnar til þess að opna viðhengi sem fylgir póstinum. Sé viðhengið opnað kemur fljótlega fram tilkynning um að tölvan sé sýkt af vírus og að maður eigi að flýta sér að kaupa vírusvarnaforrit til að fjarlægja ógnina. Sé það gert græða tölvuþrjótarnir fé og jafnframt tekst þeim að lauma vírus inn í tölvuna. Vírusárásin er aftur á móti ormur af þeirri tegund sem rænir lykilorðum og krítarkortaupplýsingum frá viðkomandi tövlueigenda. Sérfræðingur hjá tölvuöryggisfyrirtækinu CSIS segir að svo virðist sem verið sé að reyna að dreifa vírusnum meðal sem flestra Facebooknotenda. Það fylgir sögunni að þeir sem nota Mac-tölvur þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu vandamáli þar sem tölvuþrjótarnir einbeiti sér að Windows forritum.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira