Vettel: Frábær úrslit fyrir liðið 27. mars 2010 16:14 Mark Webber og Sebastian Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna, en þeir aka báðir hjá Red Bull. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30. "Þetta eru frábær úrslit fyrir liðið. Þetta er heimakeppni Mark Webber, en hann náði fremsta stað á ráslínu í Þýskalandi, þannig að þetta er smá hefnd", sagði Vettel hlæjandi eftir að hafa ekið hraðast allra um brautina fyrir framan landa Webbers. "Fyrsti hringurinn í lokaumferðinni var sá fljótasti. Það gekk allt upp þar til kom að síðustu þremur beygjunum. Ég var á ystu nöf í fjórtándu beygjunni og missti bílinn örlítið þeirri síðustu. En aksturinn var góður fram að því og útkoman segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til morgundagsins." Vettel ræsir fremstur, við hlið hans Mark Webber, síðan koma Fernando Alonso og Jenson Button. Alonso vann fyrsta mót ársins. "Það er gott að ræsa fremstur, en keppnin er löng og ströng. Við vitum ekki hvort það verður eitthvað vesen á brautinni og þörf á öryggisbílnum. Ég man að fyrir tveimur árum komnust aðeins sjö bílar í endamark. Það gerist alltaf margt á Albert Park, og því gott að vera fremstur. Ég er líka á hreinni hluta brautarinnar, þannig að ég er sæll." "Ég verð að vera einbeittur í því sem ég er að gera í mótinu. Halda bílnum á brautinni og gæta þess að ofslíta ekki dekkjunum í leiðinni, auk þess að keyra eins hratt og mögulegt er. Það er mikilvægt að aka snyrtilega ef svo má segja og koma bílnum í endamark. Að ræsa fremstur er sami staður og ég vil ljúka mótinu í...", sagði Vettel. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30. "Þetta eru frábær úrslit fyrir liðið. Þetta er heimakeppni Mark Webber, en hann náði fremsta stað á ráslínu í Þýskalandi, þannig að þetta er smá hefnd", sagði Vettel hlæjandi eftir að hafa ekið hraðast allra um brautina fyrir framan landa Webbers. "Fyrsti hringurinn í lokaumferðinni var sá fljótasti. Það gekk allt upp þar til kom að síðustu þremur beygjunum. Ég var á ystu nöf í fjórtándu beygjunni og missti bílinn örlítið þeirri síðustu. En aksturinn var góður fram að því og útkoman segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til morgundagsins." Vettel ræsir fremstur, við hlið hans Mark Webber, síðan koma Fernando Alonso og Jenson Button. Alonso vann fyrsta mót ársins. "Það er gott að ræsa fremstur, en keppnin er löng og ströng. Við vitum ekki hvort það verður eitthvað vesen á brautinni og þörf á öryggisbílnum. Ég man að fyrir tveimur árum komnust aðeins sjö bílar í endamark. Það gerist alltaf margt á Albert Park, og því gott að vera fremstur. Ég er líka á hreinni hluta brautarinnar, þannig að ég er sæll." "Ég verð að vera einbeittur í því sem ég er að gera í mótinu. Halda bílnum á brautinni og gæta þess að ofslíta ekki dekkjunum í leiðinni, auk þess að keyra eins hratt og mögulegt er. Það er mikilvægt að aka snyrtilega ef svo má segja og koma bílnum í endamark. Að ræsa fremstur er sami staður og ég vil ljúka mótinu í...", sagði Vettel.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira