Tvöfalt safn frá Mannakornum Freyr Bjarnason skrifar 20. maí 2010 07:00 Hljómsveitin Mannakorn hefur sent frá sér safnplötuna Gamli góði vinur. Vísir/Valli Hin tvöfalda safnplata Gamli góði vinur með hljómsveitinni Mannakorn er komin út hjá Senu. Hún inniheldur 42 af vinsælustu lögum sveitarinnar frá upphafi og til dagsins í dag. Á meðal þeirra eru Reyndu aftur, Braggablús, Ó þú og Blús í G. Þessi glæsilegi pakki inniheldur bækling þar sem má finna alla texta við lögin á plötunni sem og nokkrar ljósmyndir frá ferlinum. Fjögur ár eru liðin síðan tónleikaplatan Ekki dauðir enn kom út þar sem Mannakorn spilaði mörg af sínum bestu lögum í Salnum í tilefni af 30 ára afmæli sínu. Söngvarinn og bassaleikarinn Pálmi Gunnarsson er mjög ánægður með nýju safnplötuna. „Þeir höfðu veg og vanda af því að velja þessi lög strákarnir hjá Senu en þetta var allt gert með okkar blessun,“ segir Pálmi. Mannakorn hélt um síðustu helgi tvenna tónleika í Háskólabíói og seldust miðarnar upp á örskömmum tíma. „Það var ægilega vel staðið að þeim tónleikum og þetta var ofboðslega gaman,“ segir hann og býst við því að tónleikarnir verði endurteknir í haust. Mannakorn spilar á nokkrum stöðum í sumar, þar á meðal á Akureyri og í Grindavík. Einnig er fyrirhuguð spilamennska um verslunarmannahelgina. Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hin tvöfalda safnplata Gamli góði vinur með hljómsveitinni Mannakorn er komin út hjá Senu. Hún inniheldur 42 af vinsælustu lögum sveitarinnar frá upphafi og til dagsins í dag. Á meðal þeirra eru Reyndu aftur, Braggablús, Ó þú og Blús í G. Þessi glæsilegi pakki inniheldur bækling þar sem má finna alla texta við lögin á plötunni sem og nokkrar ljósmyndir frá ferlinum. Fjögur ár eru liðin síðan tónleikaplatan Ekki dauðir enn kom út þar sem Mannakorn spilaði mörg af sínum bestu lögum í Salnum í tilefni af 30 ára afmæli sínu. Söngvarinn og bassaleikarinn Pálmi Gunnarsson er mjög ánægður með nýju safnplötuna. „Þeir höfðu veg og vanda af því að velja þessi lög strákarnir hjá Senu en þetta var allt gert með okkar blessun,“ segir Pálmi. Mannakorn hélt um síðustu helgi tvenna tónleika í Háskólabíói og seldust miðarnar upp á örskömmum tíma. „Það var ægilega vel staðið að þeim tónleikum og þetta var ofboðslega gaman,“ segir hann og býst við því að tónleikarnir verði endurteknir í haust. Mannakorn spilar á nokkrum stöðum í sumar, þar á meðal á Akureyri og í Grindavík. Einnig er fyrirhuguð spilamennska um verslunarmannahelgina.
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira