Fastur í líkama rokkstjörnu 20. maí 2010 06:30 Sýning á verkum Erlings T. V. Klinbergberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld með virkjun þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Sýning á verkum Erlings T. V. Klingenberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift sýningarinnar er: Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu. Yfirskrift sýningarinnar vísar til umfjöllunarefnis sem Erling hefur talsvert fengist við en það er spurningin um það hvað það er að vera listamaður. „Þessi setning er búin að fylgja mér svolítið lengi. Þetta byrjaði í Kanada þegar ég var að tala við listamann þar. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort það væri erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu eða rokkstjarna í líkama listamans," segir Erling, sem síðast hélt sýningar í Berlín og Danmörku. Sýningin í Hafnarborg verður opnuð með gjörningi eða virkjun eins og Erling vill kalla uppátækið. Þar beinir hann athyglinni að eigin persónu, líkama og tilvist og undirstrikar þessa þætti einnig í sýningunni með málverki og skúlptúr sem varpa fram spurningum um frummynd og eftirmynd, tilbúning og upprunaleika. Þátttakendur í virkjuninni eru The Stimulators, eða þau Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Ómar Guðjónsson, Heiða Eiríks, Bóas Hallgrímsson og Óttarr Proppé. Auk þeirra tekur Kvennakór Öldutúns þátt og Karl Jóhann Jónsson og Klingenberg-klúbburinn sem er skipaður ungu fólki. „Þau eru í raun og veru að drífa listamanninn áfram. Ég verð svolítið myndlistarmaðurinn og þau verða tónlistarmaðurinn eða -mennirnir. Svo er einhver víxlverkun á milli og þau drífa listamanninn áfram í að skapa," segir Erling. „Ætli það séu ekki um 46 manns sem eru með mér í þessu. Við ætlum að reyna að byrja á slaginu átta." Erling T. V. Klingenberg hefur verið atkvæðamikill í íslensku listalífi á undanförnum árum en hann hefur um árabil rekið sýningarrýmið Kling og Bang ásamt öðrum listamönnum. Erling lauk prófi í myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Á meðan hann stundaði nám þar var hann skiptinemi við skólann Fachhochschule für Bildende Kunst í Kiel í Þýskalandi. Hann stundaði síðan framhaldsnám bæði í Þýskalandi og Kanada og lauk MFA-gráðu við Nova Scotia College of Art & Design í Halifax. Erling hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Sjá meira
Sýning á verkum Erlings T. V. Klingenberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift sýningarinnar er: Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu. Yfirskrift sýningarinnar vísar til umfjöllunarefnis sem Erling hefur talsvert fengist við en það er spurningin um það hvað það er að vera listamaður. „Þessi setning er búin að fylgja mér svolítið lengi. Þetta byrjaði í Kanada þegar ég var að tala við listamann þar. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort það væri erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu eða rokkstjarna í líkama listamans," segir Erling, sem síðast hélt sýningar í Berlín og Danmörku. Sýningin í Hafnarborg verður opnuð með gjörningi eða virkjun eins og Erling vill kalla uppátækið. Þar beinir hann athyglinni að eigin persónu, líkama og tilvist og undirstrikar þessa þætti einnig í sýningunni með málverki og skúlptúr sem varpa fram spurningum um frummynd og eftirmynd, tilbúning og upprunaleika. Þátttakendur í virkjuninni eru The Stimulators, eða þau Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Ómar Guðjónsson, Heiða Eiríks, Bóas Hallgrímsson og Óttarr Proppé. Auk þeirra tekur Kvennakór Öldutúns þátt og Karl Jóhann Jónsson og Klingenberg-klúbburinn sem er skipaður ungu fólki. „Þau eru í raun og veru að drífa listamanninn áfram. Ég verð svolítið myndlistarmaðurinn og þau verða tónlistarmaðurinn eða -mennirnir. Svo er einhver víxlverkun á milli og þau drífa listamanninn áfram í að skapa," segir Erling. „Ætli það séu ekki um 46 manns sem eru með mér í þessu. Við ætlum að reyna að byrja á slaginu átta." Erling T. V. Klingenberg hefur verið atkvæðamikill í íslensku listalífi á undanförnum árum en hann hefur um árabil rekið sýningarrýmið Kling og Bang ásamt öðrum listamönnum. Erling lauk prófi í myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Á meðan hann stundaði nám þar var hann skiptinemi við skólann Fachhochschule für Bildende Kunst í Kiel í Þýskalandi. Hann stundaði síðan framhaldsnám bæði í Þýskalandi og Kanada og lauk MFA-gráðu við Nova Scotia College of Art & Design í Halifax. Erling hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Sjá meira