Viðskipti erlent

IKEA bæklingurinn kemur út í sextugasta sinn

Mynd/Stefán Karlsson
IKEA bæklingurinn kemur út í Skandinavíu um þessar mundir í sextugasta sinn. Fyrsti bæklingurinn kom út árið 1951 og var upplagið þá 250 þúsund eintök. Þá var bæklingurinn níu blaðsíður að lengd.

Núna er upplagið hins vegar 198 milljónir eintaka og er bæklingurinn gefinn út á 27 mismunandi tungumálum, eftir því sem fram kemur á danska viðskiptavefnum business.dk. Búist er við því að um 400 milljónir manna víðsvegar um heiminn muni skoða bæklinginn sem kemur út í ár.

Ein helsta nýjungin í tengslum við útgáfu bæklingsins í ár er að nú er hægt að skoða hann í iPhone og iPad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×