Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu Börsen í dag segir að bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, muni taka ákveða hverjir fái að kaupa FIH bankann og geti því komið í veg fyrir val skilanefndar Kaupþings á kaupandanum.
Þetta vald fékk bankaumsýslan þegar hún veitti FIH bankanum ríkisábyrgð fyrir allt að 50 milljörðum danskra kr. í tengslum við svokallaðann Bankpakke II sem var aðstoð danskra stjórnvalda til bankakerfis landsins vegna fjármálakreppunnar.
Frestur til að skila inn lokatilboðum í FIH bankann rennur út á morgun, 16. september, en það var Finansiel Stabilitet sem ákvað þann frest.
Börsen segir að dönsk stjórnvöld vilji ekki taka áhættuna af því að taugaveiklaðir viðskiptavinir FIH bankans geri áhlaup á hann og taki fé sitt út úr bankanum. Því eigi nýr og fjársterkur aðili að vera orðinn eigandi bankans fyrir 1. október n.k.
Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að allt að 120 milljarðar kr. fáist fyrir FIH bankann en Seðlabanki Íslands á allsherjarveð í bankanum upp á um 75 milljarða kr.